Vaka - 01.09.1929, Síða 36
162
ÁSGEIH ÁSGEIRSSON:
[vaka]
jafn nauðsynleg og viðlegukofinn. Án gufubaðanna
getur finnsk alþýða ekki verið. Þau eru oftlega hin eina
nautn og fróun erfiðismannsins. Baðstofan er lika ein-
föld og óbrotin. Það kostar nokkura fyrirhöfn að reisa
hana, en engin teljandi útgjöld. í einu horninu eru
hlóðirnar eða ofninn. Eldhólfið er hlaðið upp úr stein-
um og járnrist yfir. Á ristina er svo hlaðið hnullungs-
steinum og venjulega hafður járnsívalningur til að
halda þeim saman. Upphaflega var enginn reykháfur
yfir ofninum. Reykinn lagði um alla stofuna og steig
upp gegn um ljóra í þakinu. En á góðum baðofnum
er á síðari tímum hafður reykháfur, sem svo má loka,
þegar útbrunnið er á eldstœðinu og ofninn er opnaður.
1 baðstofu eru auk þess bekkir, hátt og lágt, til að
liggja á, og kerald, fullt af vatni. En þá er allt talið,
sem nauðsynlegt er. Baðstofan kostar ekki mikið fé.
Kostnaðurinn er viðráðanlegur fyrir hvern þann, sem
finnur til þarfarinnar á að baða sig.
Finnskir bændur ganga til baðstofu að minnsta kosti
einu sinni á viku, oft tvisvar á viku og stundum á
hverjum degi. Það er einkum um sláttinn, sem baðazt
er á hverjum degi. Fyrri hluta dags er þá kveiktur
upp eldur í baðofninum. Ehlslogarnir sleikja neðstu og
stærstu steinana og heita loftið leikur um þá. Þegar
steinarnir, sem hlaðið er ofan á rislina, eru orðnir
glóðheitir, er eldurinn látinn brenna út. Ef reykinn
hefir lagt um stofuna, er slegið vatni á steinana, sem
eimist þegar og ýmist rýmir reyknum út um ljórann
í þakinu eða sezt á sótið, svo það þyngist og fellur til
jarðar. Svo er stráð hálmi á gólf og klæði breidd á
bekkina og þá er baðstofan tilbúin til afnota.
Síðari liluta dags, að loknum störfum, er gengið til
baðstofu, sumstaðar helzt ennþá hinn gamli siður, að
allt heimilisfólk, konur og karlar, baðast í senn, en
þeim sið hnignar þó óðum. Baðgestirnir leggjast á
bekkina og baðkonan hellir vatni á steinana, þar til nóg