Vaka - 01.09.1929, Side 39
SVARTSTAKKAR í SUÐUR-TÍRÓL.
Eins og kunnugt er, urðu Austurríkismenn að láta
Suður-Tíról af höndum við ítali eftir heimsstyrjöldina
miklu. Um tvö hundruð þúsund Þjóðverjar búa í land-
inu, við ofsókn og áþján ítala. Af munni íbúanna
sjálfra kynntist ég nokkuð ástandinu þar í fyrra sumar.
Mér blöskraði svo margt af þvi, sem ég heyröi frá sagt,
að ég get ekki á mér setið að kunngjöra það fleirum.
Að sönnu hal'a menn hér heima heyrt ýmislegt af hiyðju-
verkurn fascista og hefði verið æskilegt að geta fremur
dregið úr þeim frásögnum en bætt við. En til þess yrði
að umhverfa öllum sannleika. Framkoma fascista í
Suður-Tíról er ekki siðuðum mönnum samboðin fremur
en stjórnarfyrirkomulag það, er nú ríkir á Italíu, sæmir
menningarþjóð á 20. öld. Menn geta skilið, að á bylt-
ingatímum sé framin hryðjuverk, en ofbeldisferill fasc-
ista og samfelld ofsókn gegn Þjóðverjum í Suður-Tíról
verður ekki afsökuð á þann hátt. Þeir hafa getað farið
þar öllu sínn fram án þess nokkur krefði þá reiknings-
skapar. Sannar sagnir af aðförum þeirra munu sjaldan
hafa borizt öðrum þjóðum. Tírólbúar fengu hvergi á-
heyrn hjá þeim þjóðum, er nokkurs máttu sín, enda
hefir þeim komið hezt að láta l'ascista heyra sem fæstar
kvartanir, hafi þeir viljað halda lífi og limum. í fyrra
kom þó út lýsing á ástandinu í Suður-Tíról eflir dr.
Eduard Reut-Nicolussi, einn af foringjum Tírólbúa í
frelsisbaráttu þeirra eftir stríðið. Hann átti í stöðugum
deilum við fascista, unz hann var flæmdur úr landi.
Hefir hann margar sögur að segja af framferði þeirra.
Margt af því, sem hér fer á eftir, styðst við frásögn