Vaka - 01.09.1929, Síða 42
168
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
[vaka]
Suður-Tíról en þar. 1 hverri horg eða þorpi sitja nokkr-
ir þeirra til eftirlits. íbúarnir hafa mikinn beyg af
þeim. Þeir þorðu naumast að tala við okkur, svo fasc-
istar sæi. Og hvar sem við komum í þorp, var það
venja íbúanna að tala við okkur í hálfum hljóðum,
þótt við kæmum hvergi auga á neinn fascista nærri né
sæum nokkra hættu á ferðum. Þessi venia átti sér sögu
að baki. Aftur og aftur sögðu íbúarnir okkur, að þeir
ætti visa refsingu, ef fascistar kæmist að því, að þeir
sæti á tali við þýzka ferðamenn eða hvsli þá. Okkur
var lika ráðlagt að gista ekki i næstu þorpunum við
landamærin. Við urðum því að halda áfram ferðinni
fram á nótt, því að okkur var heldur ekki um að tjalda
fyrir augunum á fascistum. Loks fengum við Ieyfi til
að liggja í hlöðu í einu þorpinu, en urðum að heita því
að liafa lágt um okkur. Við gerðum eins og fyrir okkur
var lagt og gengum hljóðlega til svefns, enda vorum
við orðnir þreyttir. Við sofnuðum út frá klið fascista
á götunni úti fyrir. Um morguninn eftir lögðum við
snemma af stað og voru fascistar þá í fasta svefni.
Eftir þetta Iærðum við einatt nýjar og nýjar varúðar-
reglur hjá íbúunum. Þeir vöruðu okkur við að syngja
nokkru sinni þýzka söngva. Þeir bentu okkur á, að
blöðin í vasahnífunum okkar væri ólöglega löng o. s.
frv. —
Einhvern næsta dag töfðumst við á alfaraleið við
það, að ítalir háðu heræfingar. Öll umferð var bönnuð
um þjóðveginn fram til kl. 11 um daginn. Vegurinn lá
um dalverpi og var skotið þvert yfir það úr hliðunum
beggja vegna. Meðan við biðum, kom maður á hjóli
eftir veginum úr þeirri átt, er skothríðin stóð. Það var
sýnilega Tírólbúi. Þegar hann kom þar að, sem lokuð
var umferðin, fékk hann ómjúkar viðtökur hjá liðs-
foringja einum. Hann steytti framan í hann hnefana
og jós úr sér yfir hann, en þeim, sem hjá stóðu, fannst
mest um vcrt, að maðurinn skyldi hafa komizt lífs af.