Vaka - 01.09.1929, Síða 44
170
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
[vaka]
ar. Morguninn eftir fórum við kl. 5 á fætur. Fyrir kl.
6 mættum við hjónum, er voru að fara á engjar, með
mikinn barnahóp og var yngsta barnið tveggja ára. Öll
voru þau berfætt og fatagarmarnir hengu varla saman
utan á þeim. Þetta var fyrir sólaruppkomu og svo kalt,
að við héldum ekki á okkur hita á hraðri göngu.
Tók okkur sárt að sjá börnin, köld og klæðlítil. Til
allrar hamingju skein sólin innan stundar niður í dal-
inn. Við héldum að mestu kyrru fyrir um daginn og
varð mjög heitt í veðri, er á Ieið. Um kvöldið fengum
við beztu viðtökur á hóndahæ einum. Þegar við ætluð-
um að taka upp mat úr malpokum okkar, sagði hús-
móðirin, að við gætum farið, ef við vildum ekki þiggja
mat hjá sér. Síðan var borinn fyrir okkur uppáhalds-
réttur Tírólbúa, Schmarren, sem að miklu leyli er hú-
inn til úr eggjum. Fólkið þarna var mjög viðfeldið og
ræðið, svo að mér þótti rætast betur úr en á horfðist
kvöldið áður. Þjóðverjunum þótti dalur þessi yndis-
legur, en ég minnist hans ekki, án þess að uggur fari
um mig.
í Proveis höfðum við mælt okkur mót við tvo félaga
okkar, sem héldu seinna af stað en við. Það voru þeir
dr. Hans Kuhn, sem lengi hefir dvalizt hér heima og
síðast í suinar, og Jón Sigurðsson, kennari á Akureyri.
Við hittumst 16. ágúst, og höfðum við þá beðið þeirra
Kuhn’s í tvo daga. Þar sem við gistum í Proveis feng-
um við ágætis viðtökur. Meise þekkti þar til frá því
árinu áður. Meðan við biðum ]iar, stóð yt'ir brauð-
hakstur mikill. Tírólbúar baka hrauð sitt aðeins tvisvar
á ári eða til sex mánaða. Eins og nærri má geta, er það
orðið sæmilega hart í misserislok. Ýrnsar eru venjur
þeirra sérkennilegar, ef út í þá sálma væri farið. T. d.
snæða allir úr sama fati, liver með sinni skeið. Fyrir
og eftir máltíðir lesa allir hátt borðbænir. í Proveis
skipuðu menn sér eftir máltíð út á mitt gólf og þuldu
þar bænina. Tírólbúar eru yfir höfuð mjög trúræknir.