Vaka - 01.09.1929, Side 45
Ivaka]
SVARTSTAKKAR í SUÐUR-TÍRÓL.
171
Eftir að við vorum allir komnir saman, var ferðin
miklu skemmtilegri, meira malað og hlegið. Frá Proveis
héldum við suður á bóginn, áleiðis til Trient. Hvergi
varð ég hrifnari aí' náttúrufegurð en þegar við komum
fram á þverhuýpta hrún Gand Kopfel og Etschdalur-
inn hlasti við okkur úr 1600 metra dýpi, þéttskipaður
akurreinum, reglulegum tíglum með ýmsum litum. Eftir
dalnum endilöngum hugðaðist áin eins og fránn ormur.
Kom mér í hug, að þar færi Fáfnir til vatns. Enn gaf
að líta minni tígla og óreglulegri. Var þar yfir þorpin
að sjá. Á vinstri hönd blasti við Meran, þar sem greifar
Tíróls bjuggu, en beint á móti Bozen, stærsta borgin í
Suður-Tíról. Himinsæknir turnar teigðu spírurnar upp
lil okkar, sem stóðum himninum næst. Handan við dal-
inn gnæfðu tárvotir tindar í dökkblárri móðu (g al-
vörugefinn og mildur liiminn hvelfdist yfir dalinn. Eg
minntist til samanburðar stolts og tignar norræns him-
ins. Ég hefi ekki getað Iýst þessari sjón i nokkru lagi.
En áhrifin, er hún vakti, verða mér fylgisöm. Ég þótt-
ist skilja, hversvegna íbúarnir væri lausir við alla tor-
tryggni og dyldi eigi liug sinn hver fyrir öðrum. Hiýleilt-
inn skein af himni ofan. Náttúran vakti einlægni og
hlýju. Þarna suður frá sá ég tunglið aldrei glotta. Það
leit með hluttekningu hlýjum sjónum á þreytta íbúana.
Þarna verða menn léttari í skapi við að bera aldrei dul-
inn harm. En jafnframt því sem Tírólbúar eru að eðlis-
fari einlægir og viðmótsþýðir, léttir og örir í lund, hafa
þeir orð á sér fyrir hreysti og hugdirfð. Eg hefi ekki
kynnzt tírólska vetrinum, en granítfjöllin eiga megin-
þrótt. Þau eru hvorttveggja í senn, sterkleg og fögur.
Munu Tírólbúar löngum hafa þótzt öruggir að eiga slíka
landstólpa. Og hverjum, er litið hefir fegurðarskrúð
tírólskrar náttúru, ætti að gela skilizt hrennandi átt-
hagaástin, sem tendrar hug og hjörtu allra Tírólbúa,
svo að glaðir og reifir fórna þeir lífi og limum á altari
hennar. — Tindarnir handan við dalinn voru tárvotir.