Vaka - 01.09.1929, Síða 53
[vaka]
SVARTSTAKKAR í SUÐUR-TÍRÓL.
179
lands verða að þola. Við vorum nærri mánuð í Suður-
Tíról og höfðum tal af mörgum mönnum, komum t. d,
til allra presta, sem voru á leið okkar. En það eru nú
einu þýzlcu embættismennirnir i Suður-Tíról. íbúarnir
eru opinskáir við landa sína. Þcir drógu heldur enga
dul á ástandið í landinu, sögðu okkur allt af létta um
framkomu ítala og kúgun sjálfra þeirra. Ég reyndi að
leggja eyrun við þvi, sem þeir sögðu, og skrifaði marg-
ar frásagnir þeirra hjá mér. Væri langt mál að rekja
þær allar, enda þarflaust. En gefa vildi ég dálitla mvnd
af ástandinu eins og það kemur mér fyrir sjónir eftir
þeirri kynningu, sem ég hafði af þjóðinni. En benda
vil ég fyrst á nokkra atburði úr sögu Suður-Tíróls til
þess að minna menn á, að þar býr þjóð, sem á sögu-
legan og þjóðlegan rétt til þess að njóta frelsis og sjálf-
stjórnar, bg á skilið áheyrn hjá öðrum þjóðum. Því
næst mun ég skýra frá, hvernig hert hefir verið að
knútunum þar síðan 1919 og hvernig þjáningarsaga
íbúanna hefst að fullu með sigri fascismans 1922 og
einræði Mussolinis.
Saga Suður-Tíróls er um þúsund ára skeið samgróin
sögu og vexti þýzku þjóðarinnar. Upphaflega byggðu
Raetar (og Keltar) landið. Afkomendur þeirra eru Lad-
inar, sem einkum búa í Dolomitendölunum. Þeir hafa
telcið sér snið eftir Þjóðverjum i Tíról og tileinkað sér
menningu þeirra. Á dögum Ágústusar keisara unnu
Rómverjar landið og sátu þar, unz Austur-Gotar urðu
þeim yfirsterkari. í Goszensasz í Suður-Tíról á Þjóð-
rekur mikli að hafa skilið eftir setulið sitt 490 e. Kr.,
er hann hélt her sínum til Ítalíu og stofnaði ríki þar.
Og þegar veldi Gota lauk á Ítalíu um miðja 6. öhl, flýðu
Ieifar þeirra í fjalllendi Tíróls. í ýmsum héröðum í
Suður-Tíról þylcja íbúarnir bera greinilegan svip gotn-
eskra forfeðra sinna. Þeir eru miklir vexti, herðahreiðir,
ljóshærðir og bláeygðir. Með þeim hafa og bezt varð-