Vaka - 01.09.1929, Side 54
180
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
[vakaI
veizt hetjusagnirnir um Austur-Gota í Tíról. 1 byrjun
6. aldar er talið, að landnám Germana úr Bayern (Bajo-
vara) hefjist í Tíról. Hélzt það óslitið næstu aldir.
Karl mikli sameinaði Norður- og Suður-Tíról undir
yfirráðum sínum. Tíról varð síðan greifadæmi. Á 12.
öld t. d. áttu Tírólbúar volduga greifa, er hjuggu i berg-
kastalanum Tíról hjá Meran. Á síðari hluta 14. aldar
komst Tíról undir Austurríki, er lét Bayern það eftir
1805. Það olli almennri æsingu í Tíról og leiddi til
blóðugrar uppreisnar í landinu. Áttu þeir þá hetjur
miklar og er vörn þeirra víðfræg gegn hersveitum Napó-
leons mikla. Þjóðhetjan í Suður-Tíról og frægastur
allra er Andreas Hofer. Napóleon mikli lét taka hann
af lífi 20. febrúar 1810. Tíról komst síðan aftur undir
Austurríki.
Tírólbúar hafa varðveitt mikið af fornum sögnum,
einkum um Þjóðrek miltla Austur-Gotakonung og hetj-
ur hans. Einnig kunna þeir að segja frá Völundi sinið.
Þjóðkvæðin þýzku um Sigenot, Laurin, Ecke og Virge-
lin (öll tengd Þjóðrekssögninni) eru með vissu talin
upprunnin í Suður-Tíról og ort þar. Laurin, dverga-
konungurinn, bjó í Rosengarten, hinu einkennilega
fagra fjalli í Suður-Tíról. Þá var það allt vaxið rósum,
en Laurin lagði svo á, að þar skyldi engar rósir sjást
hvorki daga né nætur. En hann gleymdi Ijósaskiftunum,
þegar hvorki er dagur né nótt, og þá sést allt fjallið
rósum þakið enn þann dag í dag. Margar þjóðsögur
og ævintýri úr Suður-Tíról eru mjög fögur og lifa enn
á vörum þjóðarinnar. K. F. Wolff hefir safnað nokkru
af þeim undir titlinum Dolomiten-Sagen. Á miðöldum
voru sum af fremstu skáldum Þjóðverja úr Suður-
Tíról. Frægast þeirra er Walther von der Vogelweide.
í byggingar-, myndhöggvara- og málaralist hafa Tíról-
húar einnig staðið mjög framarlega. Frægastur málari
þeirra mun vera Franz von Defregger (f. 1835), og
hefir enginn átt næmari skilning á tírólsku eðli. Öll