Vaka - 01.09.1929, Page 55
[vaka]
SVARTSTAKKAR í SUÐUR-TÍRÓL.
181
frægustu málverk hans eru tekin úr þjóðlífi og sögu
Tírólbúa.
Það er einkum á síðustu öldum, eftir siðaskifti, að
ítalir hafa rutt sér til rúms i Suður-Tíról sunnanverðu.
Helzta borg þar er Trient. Milli Bozen og hennar hefir
um langt skeið verið mesti rígur og samkeppni, eink-
um um verzlun. í Bozen er marmaralíkneski Vogel-
weides, en í Trient stendur eirstytta Dantes. 1848 fóru
fulltrúar Trientbæjar á þýzka þjóðarþinginu fram á
skilnað við Þjóðverja, en fengu ekki. Síðan hefir alltaf
lifað í kolunum og ítalir í Suður-Tíról hafa vcrið óá-
nægðir undir stjórn Austurríkis. Árið 1909 dvaldist
Mussolini í Trient. Þá ritaði liann pólitiskar greinar
um afstöðu ítala í Suður-Tíról. Þær eru gefnar iit
undir titlinum „II Trentino". Hann var þá þeirrar skoð-
unar, að í raun og veru kærði ítalir sig ekki um að
losna undan stjórn Austurríkis og sameinast Italíu.
Hann sá einnig, að stjórnarhættir Austurríkismanna
voru eigi svo, sem af var látið í Ítalíu. ítalir liöfðu þar
sjálfir í höndum alla stjórn í héraðsmálum og eigin
skóla, með öðrum orðum sömu réttindi og Þjóðverjar
i Suður-Tiról fóru fram á að inega halda 1920. Þar fyrir
fannst Mussolini engin ástæða til, að Trient yrði fram-
vegis undir stjórn Austurríkis. Hann benti á noltkrar
leiðir fyrir Italíu að vinna landið, meðal annars með
auknu innstreymi ítala þangað. En hann taldi aðeins
eitt ráð óbrigðult: stríð milli Austurríkis og Ítalíu.
1915 kom skifting Suður-Tíróls enn til umræðu. Þá
mælti fulltrúi þjóðernissinna í Trient á móti, og taldi
það fjárhagslegt tjón fyrir Trienbúa. Af þessu virðist
mega ráða, að ekki hafi ítölum í Suður-Tíról verið
kappsmál að komast undir stjórn landa sinna í Ítalíu.
En eftir stríðið kom annað hljóð í strokkinn. Þá voru
Trientbúar fjandsamlegir í garð Þjóðverja, enda æstir
upp af fascistum. Og þegar Suður-Tiról var innlimað
i Ítalíu, héldu þeir fagnaðarhátíð.