Vaka - 01.09.1929, Side 59
[vaka]
SVARTSTAIÍKAR í SUÐUR-TÍRÓL.
185
Tíról, hafði ýmisskonar ofbeldi og kúgun verið höfð
i frammi við Þjóðverja þar. En ekki var það nema
leikur einn hjá því, er síðar varð. Á markaðshátið, er
haldin var í Bozen 24. april 1921, gerðu fascistar fyrsta
uppþot í Suður-Tiról. Þrjú hundruð þeirra voru komn-
ir til borgarinnar, og þegar Tírólbúar gengu í þjóðbún-
ingi skrúðgöngu á markaðinn, gerðu fascistar aðsúg
að þeim. 48 manns særðust af Þjóðverjum. Skólastjóri
einn úr Marling lét lífið. Fascistar sættu engum refs-
ingum fyrir þessar aðfarir. Herinn hélt jafnvel hlífi-
skildi yfir þeim. Landstjórinn var sjálfur viðstaddur í
Bozen, en fékk við ekkert ráðið. Nokkura hrylling
vakti þó þetta athæfi i Ítalíu og æsing i blöðum, nema
fascistablaðinu, „Popolo d’Italia“: „Haldi Þjóðverjar
heggja megin við Brcnner sér ekki í skefjum, munu
fascistar kenna þeim að hlýða“. Tveim mánuðum síð-
ar lýsti Mussolini yfir því i ítalska þinginu, að hann
einn bæri ábyrgð á hryðjuverkum þeim, er fram fóru
í Bozen á markaðshátíðinni.
15. maí 1921 fóru fram kosningar i Suður-Tíról á
þing ítala. ítalir höfðu enga menn í kjöri norðan við
Salurn. Fjórir fulltrúar voru kosnir, og var Reut-Nico-
lussi einn af þeim. Trientbúar og fascistar sýndu þeim
þegar mesta fjandskap. Áttu þeir í heitingum við þá,
þegar þeir færi um landið á leið lil þingsins. Með að-
stoð lögreglu komust þeir þó heilu og höldnu til Róm,
en fascistar sátu þráfaldlega um líf þeirra. Mussolini
átti þetta sumar fyrst sæti á þingi og hélt þar fyrstu
íæðu sína, er vakti mikla athygli. í ræðu sinni drap
hann meðal annars á afstöðu Suður-Tíróls og tók
hann þýzku fulltrúunum heldur en ekki kuldalega.
Hann réðst að stjórninni fyrir slælegar aðgerðir hennar
í Suður-Tíról. Hún léti Þjóðverja þar komast upp með
að halda þjóðlegar hátíðir og gera ráðstafanir til
verndar þjóðerni og tungu. Henni væri um að kenna,
að nú sæti þrælar þingið og ræki þar þýzka pólitík.