Vaka - 01.09.1929, Síða 61
[vaka]
SVARTSTAIÍKAR í SUÐUR-TÍRÓL.
187
ríkisborgararéttur Þjóðverja afturkallaður, aðalmálið
skyldi vera ítalska. ítölsk staðanöfn, götunöfn og bæja
skyldi koma í stað þýzkra, opinberar tilkynningar vera
á ítölsku. Hindraður skyldi ferðamannastraumur úr
Þýzkalandi og innflutningur Þjóðverja. Reynt skyldi
að útvega ítölum jarðeignir í Suður-Tíról, ítölsk barna-
heimili skyldi stofnuð og ítölskum barnaskólum og
gagnfræðaskólum komið upp. Þýzkir bankar skyldi
leggjast niður og í þeirra stað koma ítalskir lánstofn-
anir, varðlið og her skyldi styrktur i Suður-Tíról. Fyrir
dómstólum skyldi töluð ítalska. Þjóðverjuin í Suður-
Tíról skyldi ekki leyft að stunda nám við erlenda há-
skóla o. s. frv. Tolomei gekk enn lengra. Hann krafð-
ist, að þýzk félög yrði leyst upp, nafnið Tíról afnumið
og myndastytta Walthers von der Vogeíweide flutt á
safnhús. (Tírólbúar sögðu, að í ráði hefði verið, að í
hennar stað kæmi líkneski af Brutus í Bozen.) Tolomei
kvað nauðsyn til bera, að stefnuskrá þessari væri fylgt
út í æsar, því að það væri undirstaða áhrifa ítala i Mið-
Evrópu, og hún yrði að ná fram að ganga, meðan
Austurríki lægi í rústum og Þýzkaland væri magnlaust.
Það hefir líka sízt brostið, að í'lest af þessu hafi gengið
fram. Líkneski Vogelweides stendur þó enn í Bozen.
8. ágúst 1923 var nafnið Suður-Tíról afnumið með lög-
um, og í þess stað kom ,,Alto Adige“. Þjóðverjar taka
sér það nafn aldrei í munn. Um liaustið 1923 bannaði
Gentile kennslumálaráðherra þýzkukennslu í skólum.
Ekkert hefir vakið jafnmikla skelfingu í Suður-Tíról.
Bænarsrká, undirrituð af 53.000 kvenna, var send til
stjórnarinnar og áskoranir voru sendar til páfans. Tíu
borgarstjórar voru gerðir út á fund Mussolinis, en ekk-
ert kom að haldi. Þýzkum kennurum hverjum af öðr-
um var sagt upp, venjulega með þeim formála, að þeir
kynni ekki nægilega vel ítölsku. Eftir sögnum að dæma
hafa ítölsku kennararnir, sem komu i staðinn, ekki verið
valdir af betri endanum. Víða heyrðum við, að þeir