Vaka - 01.09.1929, Side 63

Vaka - 01.09.1929, Side 63
[vaka] SVARTSTAKKAR í SUÐUR-TÍRÓL. 189 ekki annars úrkostar. Refsing liggur við, ef foreldrar fá þýzka kennara til þess að segja til börnum sínum utan skólatíma, og refsing liggur við, ef börnin sækja ekki ítölsku skólana. Mörg dæmi eru til þess, að fascistar hafa farið inn í hús, þar sem mæður voru að stelast til að kenna börnum sínum að lesa móðurmálið. Hafa þeir rifið af þeim bækurnar og jafnvel látið þær sæta refs- ingu. Og þungt er að hlusta á harmatölur tírólskra mæðra, þegar börnin þeirra ber á góma. Fyrst og fremst læra þau sama og ekkert, því að þau skilja ekki kennarana. I öðru lagi er það helzt eitthvað skrum urn Ítalíu og ítalskir hersöngvar. Nauðsynleg grundvallar- atriði fyrir börnin að læra kvað Mussolini vera þessi: 1) Ítalía verðskuldar að vera mesta og voldugasta ríki í heimi. 2) Ítalía mun verða mesta og voldugasta ríki í heimi. 3) ítölsk löggjöf er fullkomnust í heimi. 4) Stjórnendur ítalíu eru beztir, þessvegna ber að veita þeim lotningu og hlýðni. — Þetta þætti þjóðarrembing- ur á íslandi. Einn vinur Mussolinis gerði í fyrra í tímaritinu „Ita- lia Augusta‘“) uppástungur um það, hvernig eyða bæri þýzku þjóðerni i Suður-Tíról. Fyrst og fremst kvað hann nauðsynlegt, að útrýmt yrði öllum þýzkum kenn- urum, enda þótt þeir kynni ítölsku til hlítar, því að þeir yrði jafnan gagnsýrðir af þýzkri menningu. Þegar þeir kæmist höndum undir, töluðu þeir móðurmál sitt við börnin og eyðilegði með því ítölskukennsluna. Ennfremur jTrði að sópa burt þýzkum kennimönnum. Klerkastéttin öll yrði að vera ítölsk. Það mætti ekki við- gangast, að barn, er fengi ítalska menntun í skólunum, væri alið upp á_ þýzka vísu í kirkjunum. Og þó væri allt þetta ófullnægjandi, meðan barnið teygaði utan skólans sama andrúmsloft og móðirin, næði að verða fyrir áhrifum frá henni. Sökum þess yrði að sjá um, ) Sbr. Tirol untcrm Bcil.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.