Vaka - 01.09.1929, Side 63
[vaka]
SVARTSTAKKAR í SUÐUR-TÍRÓL.
189
ekki annars úrkostar. Refsing liggur við, ef foreldrar fá
þýzka kennara til þess að segja til börnum sínum utan
skólatíma, og refsing liggur við, ef börnin sækja ekki
ítölsku skólana. Mörg dæmi eru til þess, að fascistar
hafa farið inn í hús, þar sem mæður voru að stelast til
að kenna börnum sínum að lesa móðurmálið. Hafa þeir
rifið af þeim bækurnar og jafnvel látið þær sæta refs-
ingu. Og þungt er að hlusta á harmatölur tírólskra
mæðra, þegar börnin þeirra ber á góma. Fyrst og
fremst læra þau sama og ekkert, því að þau skilja ekki
kennarana. I öðru lagi er það helzt eitthvað skrum urn
Ítalíu og ítalskir hersöngvar. Nauðsynleg grundvallar-
atriði fyrir börnin að læra kvað Mussolini vera þessi:
1) Ítalía verðskuldar að vera mesta og voldugasta ríki
í heimi. 2) Ítalía mun verða mesta og voldugasta ríki
í heimi. 3) ítölsk löggjöf er fullkomnust í heimi. 4)
Stjórnendur ítalíu eru beztir, þessvegna ber að veita
þeim lotningu og hlýðni. — Þetta þætti þjóðarrembing-
ur á íslandi.
Einn vinur Mussolinis gerði í fyrra í tímaritinu „Ita-
lia Augusta‘“) uppástungur um það, hvernig eyða bæri
þýzku þjóðerni i Suður-Tíról. Fyrst og fremst kvað
hann nauðsynlegt, að útrýmt yrði öllum þýzkum kenn-
urum, enda þótt þeir kynni ítölsku til hlítar, því að
þeir yrði jafnan gagnsýrðir af þýzkri menningu. Þegar
þeir kæmist höndum undir, töluðu þeir móðurmál sitt
við börnin og eyðilegði með því ítölskukennsluna.
Ennfremur jTrði að sópa burt þýzkum kennimönnum.
Klerkastéttin öll yrði að vera ítölsk. Það mætti ekki við-
gangast, að barn, er fengi ítalska menntun í skólunum,
væri alið upp á_ þýzka vísu í kirkjunum. Og þó væri
allt þetta ófullnægjandi, meðan barnið teygaði utan
skólans sama andrúmsloft og móðirin, næði að verða
fyrir áhrifum frá henni. Sökum þess yrði að sjá um,
) Sbr. Tirol untcrm Bcil.