Vaka - 01.09.1929, Síða 64
190
KRISTINN E. ANDRÉSSON:
[vaka]
að börnin vœri sem mest úti i náttúrunni og vendist
þar heræfingum og leikjum. Þegar þessi áform birtust,
sneru tírólskar mæður sér til þýzlcra kvenna með þess-
um orðum:*)
„í sárustu neyð snúum vér oss til yðar og vonum,
að kveinstafir vorir hræri hjörtu yðar og veki hlut-
tekningu yðar.
Þýzkar systur, hlustið á örvæntingaróp vor. Vér get-
um ekki afborið lengur ofurmagn kúgunar, auðmýking-
ar og móðgana. í nærri sjö ár hefir grimmur kvalari
þjáð land vort. Öllu frelsi þjóðarinnar er lokið, öll gleði
er slokknuð. í djúpri hryggð verðuin vér að líta tungu
vora og þjóðerni sært, minningu hetja vorra vansæmda
og arf tírólskra frægðartíma smáðan.
Og nú ræna óvinirnir börnum vorum. Blygðunar-
lausir slíta þeir þau frá hjörtum vorum og innræta
þeim óvirðingu fyrir eigin þjóð og fjarlægja þau oss.
Og vér þýzkar mæður eigum engin ráð til að verjast
slíkum glæp. Sjálf ungbörnin fáum vér elcki að ala upp
á heimilunum eftir geðþótta vorum. Vér megnum
ekki einu sinni eftir skólatíma að láta börnin ganga til
þýzlcra kennara, svo að þau fái að læra mál vort. Vér
verðum að horfa á börnin verða að andlegum krypp-
lingum og sjá þau verða fyrir siðferðilegri spillingu hjá
óvinunum, og enginn valdhafi gefur minnsta gaum
þessum hryðjuverkum ítala.
Hlustið nú á oss, þýzku systur, hlustið og veitið
því athygli, hvernig þýzku þjóðerni í Suður-Tíról er
veitt mesta smán, er það hefir nokkru sinni orðið að
þola, hvernig auðvirðileguslu snatar frá Róm fá að
misþyrma og fótum troða Þjóðverja við rætur Rosen-
gartens.
Og ef þér eigið kost á, þá Iátið þetta berast til eyrna
stjórnmálamanna í Þýzkalandi og Austurríki, svo að
*) Sbr. Tirol unterm Beil.