Vaka - 01.09.1929, Síða 67
[vaka]
SVARTSTAKKAR í SUÐUR-TÍRÓL.
193
ingjum sínum í Suður-Tíról, nema ítölsk sé utanáskrift,
það er að segja að staðanöfnin sé rituð á ítalska vísu.
T. d. þýðir ekki að skrifa Bozen utan á bréf, vilji
menn, að það komist til skila. I þess stað verður að
rita Bolzano. Þannig er að öllu leyti farið með íbúana
sem ófrjálsa bandingja.
Enn er að öllu ótalin meðferð fascista á einstökum
mönnum í Suður-Tiról. Misþyrmingar hafa verið tíður
viðburður. Þeir hafa lagt þar alla menn í einelti, er
revnt hafa að halda uppi vörnum og treysta samheldni
Þjóðverja í Suður-Tíról. Þingmennina alla, er hættu
sér til Róm 1921, hafa þeir flæmt úr landi. Einn þeirra
er handingi á eyðieyju einhverri úti fyrir Ítalíu. Eins
og gefur að skilja eiga Þjóðverjar í Suður-Tíról ekki
framar fulltrúa á þingi Itala. Flestir embættismenn
hafa orðið að hrekjast úr landi, eftir að þeir voru
reknir frá embættum. Nú eru eklci aðrir embættis-
menn Þjóðverjar en prestarnir, og hafa þó fascistar hol-
að nokkrum þeirra burtu. Sú saga er t. d. sögð úr einni
sókn, þar sem þýzkum presti hal'ði verið vikið frá, að í
fyrsta sinn, þegar hinn nýi ítalski prestur stóð fyrir
altarinu, kallaði hann fram í kirkjuna: „Bannað að
hiðjast fyrir á þýzku". Sumstaðar urðum við þess var-
ir, að menn þorðu ekki að tala þýzku, þótt ltynni. Það
var sunnarlega, þar sem menn læra jöfnum höndum
þýzku og ítölsku. Þýzka söngva þorðu menn ekki að
syngja, nema öruggir væri um, að fascistar væri eklti
nærri. Skömmu áður en við komum til Bozen, höfðu
Svisslendingar komið þangað í tveim bifreiðum, sezt
á veitingahús, drukkið og sungið þýzka fjallasöngva.
Fascistar sátu þar einnig inni og kastaði einn þeirra
vínglasi í Svisslendingana, tóku fascistar þá höndum og
heimtuðu, að þeir færi burtu úr borginni. Svisslcnding-
ar stungu staupinu á sig til minja. Enginn þýzkur
unglingur, sem nú vex upp í Suður-Tíról, getur hlotið
nokkurn frama né komizt í arðvænlega stöðu, nema
13