Vaka - 01.09.1929, Side 69
UM BLÓÐFLOKKA.
, ,Gnóþi seauton" — „þekktu sjálfan þig“,
er sagt að hafi staðið yfir Apolloveunnm í Delfi. Ef
fyrsta sporið til speki er að játa fáfræði sína, þá er
ekki úr vegi að fara að ráðum guðsins og byrja á
sjálfum sér, en þá sjáum við fljótt, hve lítið við vitum,
jafnvel um það, sem við héldum, að við þekktum bezt.
Allir vita, að læknisfræðinni hefir miðað áfram hröð-
um skrefum síðustu áratugina; en hitt vita líklega
færri, að með hverjum lijalla, sem náð hefir verið á
hinni bröttu og torsóttu braut vísindanna, hefir mönn-
um opnazt útsýni yfir óþekktar auðnir þekkingar
vorrar. Læknisfræðin er ekki ncma einn þáttur af
þekkingunni um manninn, en hún er orðin svo marg-
þætt og yfirgripsmikil, að það er ekki lengur nokkurs
manns meðfæri að fylgjast með í öllum greinum
hennar. Það er meira að segja ærið verk fyrir af-
kastainann að fylgjast með í einhverri einni sérgrein
hennar.
Það er engin furða, þó að mikil stund hafi verið
lögð á að auka þekking vora á blóðinu, þessum nndra-
vökva, sein er alstaðar nálægur í líkamanum, og rennur
í stöðugum straum til að næra alla vefi hans. Og ekki
hefir verið til einskis unnið. Því að það má furðulegt
heita, hvað nú er liægt að sjá út úr einum hlóðdropa.
Einn einasti blóðdropi getur nægt til að þekkja, hvort
maður hefir mýraköldu (malaria), Afríkusvefnsýki,
tugaveiki, útbrotataugaveiki, syfilis, blóðsótt og marga
fleiri sjúlcdóma, sem ekki þekkjast hér. Einn dropi
getur nægt til að sanna, hvort blóðið sé úr manni