Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 70
196
NÍELS P. DUNGAL:
[vaka]
eða dýri, og hann getur jafnvel nægt til að sanna,
hvort blóðið sé úr ákveðnum manni eða ekki.
Eitt af nýjustu landnámum hlóðfræðinnar eru hlóð-
flokkarannsóknirnar. Þessar rannsóknir hafa leitt í
ljós, að mennirnir skiftast í fjóra flokka eftir ákveðn-
um eiginleikum blóðsins. Sú skifting er miðuð við eig-
inleika blóðvatnsins og blóðkornanna. Ef maður tekur
blóð frá nokkrum mönnum og skilur hlóðvatnið frá
blóðkornunum, piófar síðan hvernig fer, þegar blóð-
korn frá einum eru sett saman við blóðvatn frá öðr-
um, þá kemur í Ijós, að blóðkorn sumra manna hlaupa
saman í kekki, ef þau eru sett saman við blóðvatn frá
öðrum. Sumra manna blóðkorn hlaupa ekki saman,
kekkjast ekki, í hlóðvatni nokkurs manns; aftur á
móti kekkjast blóðkorn einstöku manna í blóðvatni
flestallra.
Þegar farið var að rannsaka þennan mismun á hátt-
erni blóðsins nánara, kom í Ijós, að tvennskonar lím-
efni eru til í rauðu blóðkornunum. Annað er kallað
A, hitt B. í blóðkornum sumra manna eru bæði A og B,
hjá öðrum finnst aðeins annað og loks getur þau bæði
vantað. Eftir þessu er flolckað í 4 flokka: í 1. flokki*)
eru þeir, sem vantar bæði A og B, í 2. þeir, sein hafa
A, í 3. þeir, sem hafa B og í 4. þeir, sem hafa bæði A
og B. Til að koma í veg fyrir allan rugling, hefir ný-
lega verið samþykkt, að haitta að nefna flokkana með
tölum, heldur kalla þá 0, A, B og AB.
Þó að blóðkornin innihaldi annað eða bæði lím-
efnin, kekkjast þau aldrei i sínu eigin blóðvatni, né
heldur í blóðvatni annars manns úr sama flokki. Ef
aftur á móti A-blóðkorn eru sett út í B-blóðvatn, þá
*) JansLy’s-floLkun, sem liefir verið viðurLennd réttari af
Ameríkumönnum. f Evrópu hefir hingað til Moss’s-floLLun ver-
ið allt eins mikið notuð, og licfir ])að valdið miklum ruglingi,
þvi að liann kallar 1. flokk það, sem Jansky kallar 4., og 4. þann
sem Jansky kallar 1.