Vaka - 01.09.1929, Síða 71
[vaka]
UM BLÓÐFLOKKA.
197
kekkjast þau, og eins er um B-blóðkorn, þau kekkjast
í A-blóðvatni, en ekki í sínu eigin. 0-blóðkorn kekkjast
ekki af neinu blóðvatni, en AB-blóðkorn af blóðvatni
allra hinna flokkanna. M. ö. o. finnst í blóði hvers
manns mótefni á móti því límefni, sem ekki er til í
hans eigin blóðkornum. A-flokkurinn hefir mótefni á
móti B, B-flokkurinn á móti A, O-flokkurinn á móti
öllum þremur, en AB-flokkurinn ekkert.
Þessi þekking kom fljótt að gagni. Menn höfðu tek-
ið eftir því, að hlóðgjafir, sem oft hafði verið gripið
til eftir mikinn blóðmissi, gátu verið hættulegar. Slík-
ar blóðgjafir eru gefnar þannig, að blóði úr heilbrigð-
um manni er veitt beint inn í æð á sjúklingnum. Þetta
gafst oft vel, en hitt kom líka allt of oft fyrir, að sjúk-
lingurinn þoldi ekki blóðgjöfina, dó snögglega, rétt
eftir að hann hafði fengið blóðið, svo að greinilegt var,
að aðkomna blóðið hlaut að hafa verið hættulegt fyrir
hann. Nú fóru menn að geta skilið, hvernig á þessu
stóð. Ef í blóði sjúklingsins voru mótefni á mót.i blóð-
kornum gefandans, hlutu aðkomnu blóðkornin að
kekkjast saman og jafnvel uppleysast og verða þann-
ig lífshættuleg fyrir hann. Eftir að farið var að hag-
nýta sér hina nýju þekkingu og athuga blóðflokk gef-
anda og þiggjanda, áður en blóðgjöfin fer fram, var
þessi hætta lir sögunni, og blóðgjöfin er nú orðin
hættulaus aðgerð, sem mikið er notuð og mörgum
bjargar.
Það virðist ekki saka, þótt blóðvatn gefandans inni-
haldi mótefni á móti hlóðkornum þiggjandans. Senni-
lega liggur það i því, að aðkomublóðið þynnist svo
mikið, að áhrifa þess á blóðkorn þiggjandans gæiir
eklci vegna þess. Af þessu sést, að maður úr:
0-flokki (l.fl.) þolir aðeins blóð úr 0-flokki,
A-flokki (2. fl.) — — — — A- og 0-flokki,
B-flokki (3. fl.) — — — — B- og 0-flokki,
AB-flokki (4. fl.) — — — — A-, B-, AB- og O-fl.