Vaka - 01.09.1929, Side 78
204
NÍELS P. DUNGAL:
[vaka]
A-flokkurinn er útbreiddastur í Mið- og Norður-
Evrópu, yfir 40%. í honum fer fækkandi eftir því sem
sunnar og austar dregur; hann finnst hjá 30—40%
meðal þjóðanna i kring um Miðjarðarhafið og hjá
þjóðunum á mótunum milli Evrópu og Asíu (Rússum,
Tyrkjum o. s. frv.). Og hjá Indverjum, Annamitum,
Javabúum og Negrum nær A ekki 30%. Aftur á móti
fjölgar í B-flokknum að sama skapi sem fækkar í A-
flokknum. Það er lítið í honum í Vestur-Evrópu, en í
honum fer stöðugt fjölgandi eftir þvi sem austar dreg-
ur og sunnar og hann nær hámarki sínu hjá Indverj-
um, þar sem einstöku þjóðkvíslir hafa allt að 60% B.
Ef við athugum hlutfaliið á milli A og B, sjáum við,
að vísitalan £ ú er lægst í Asíu, en fer hækkandi
eftir því sem vestar dregur. Eftir vísitölunni getum við
greint menn í 3 stóra flokka: Vestur-Evrópuflokkinn
með vísitölu yfir 2, Asíu- og Afríkuflokkinn með vísi-
tölu lægri en 1 (B hærra en A) og milliflokk með vísi-
tölu milli 1 og 2 (Rússar, Tyrkir, spanskir Gyðingar).
Það hefir sýnt sig, að loftslagsbreytingar hafa engin
áhrif á blóðflokkinn, svo að þjóðarhluti, sem flutt hef-
ir búferlum fyrir mörgum öldum, ber merki móður-
þjóðarinnar. Þannig reyndist t. d. blóðflokkaskiftingin
hjá Þjóðverjum í Ungverjalandi sú sama og í Þýzka-
landi, allt önnur en hjá Ungverjum, sem bregður til
frænda sinna í Asíu, og enn greinilegar kemur ættar-
uppruninn fram hjá Zigeununum í Ungverjalandi, sem
hafa háar B-tölur og blóðflokkaskiftingu, er fer mjög
nærri þeim tölum, sem nú finnast lijá indversku þjóð-
inni, sem þeir munu vera runnir frá. Eftir 1200 ára
aðskilnað er blóðflokkaskiftingin sú sama hjá Ung-
verjunum og móðurþjóðum þeirra í Asíu, eftir 600 ár
sú sama hjá Zigeunum.
Úr því að hlóðflokkaskiftingin breytist ekki, þótt
fólkið flytji, hefir mönnum dottið í hug, að mismun-
urinn á flokkaskiftingunni hjá þjóðunum muni stafa