Vaka - 01.09.1929, Síða 79
[vaka]
UM BLÓÐFLOKKA.
205
af því, að mannkynið sé ekki sprottið af einum stofni,
heldur þremur, og hafi hver þeirra haft hreinan blóð-
flokk, A, B og 0. Allir þessir flokkar hafi b'andazt
saman, en ekki jafnt, því að þjóðflutningastraumar
lrafi borið þá mismikið eftir vissum brautum og þess
finnist merki enn í dag. A-flokkurinn ætti þá að vera
upprunninn í Norðvestur-Evrópu, B-flokkurinn í Asíu,
annaðhvort í Indlandi eða Ivína. 0-flokkurinn líklega í
Ameríku eða Kyrrahafseyjum. Norrænu þjóðirnar hafa
útbreitt A-flokkinn, þegar þær á ísöldinni þokuðust suð-
ur á bóginn undan ísbreiðunni, og hafa þá sennilega
komizt langt inn i Mið-Asíu, eins og hinar helgu bækur
Hindúanna (Veda) og Persanna (Avesta) bera með sér.
Á hinn bóginn hefir B-flokkurinn breiðzt út í allar átt-
ir frá Vestur-Indlandi (eða Kína). Hann hefir komið í
stórum öldum inn yfir Evrópu, yfir Litlu-Asíu og Ara-
bíu alla leið til Afríku. En þó að B-flokkurinn hafi
farið .víða, virðist svo sem enn meiri brögð hafi verið
að flakki A-flokksins. Mest hefir auðvitað kveðið að
þessu flakki, meðan mennirnir lifðu villtir eða hálf-
villtir, en minna síðan sögur hófust, þótt við vitum lika
um allmikla þjóðflutninga síðan. Yfirleitt virðist út-
breiðsla A- og B-flokkanna koma i stórum dráttum
heim við þær hugmyndir, sem mannfræðingarnir hafa
gert sér um flaklc mannkynsins.
Hinsvegar er engan veginn sagt, að skýringin á út-
breiðslu flokkanna sé í raun og veru þessi. Hugsanlegt
er líka, að eiginleikunum A og B hafi skotið upp hjá
mannkyninu allt í einu, með stökkbreytingu, eins og
við þekkjum mörg dæmi úr líffræðinni. Mannkynið
hefði þá upprunalega haft blóðeiginleikann 0, en svo
hefði A og B skotið upp sitt á hvorum stað, og þá
sennilega A fyrst, sem er útbreiddara. Síðan hefðu svo
þessir hlóðflokkar breiðzt lit hvor frá sinum stað. Meira
að segja er líka hugsanlegt, þótt það geti ekki talizt
sennilegt, að blóðflokkarnir hefðu upprunalega aðeins