Vaka - 01.09.1929, Page 80
206
NÍELS P. DUNGAL:
[vaka}
vexúð A og B, og að 0-flokkurinn væri framkominn
fyrir eiginleikatap, eins og dæmi eru til. Blóðeiginleik-
ar, sem svipar mjög mikið til A og B, hafa fundizt hjá
dýrum, en samskonar B og hjá manninum hefir aðeins
fundizt hjá mannöpum. Það er því engan veginn víst,
að eiginleikarnir A og B hafi fyrst skapazt með mann-
inum, og því síður víst, að þeir hafi fyrst myndazt á
þroskaskeiði mannkynsins ineð stökkbreytingu.
Þegar öllu er á botninn hvolft, er þó víst einna senni-
legast, að A og B sé eiginleikar, sem eigi rót sina að
rekja til tveggja upprunalegra mannkynsstofna. sem
svo hafa breiðzt lit og blandazt saman.
En hvaða hugmyndir eigum við þá að gera okkur
um 0-eiginleikann? Hann er þó sá útbreiddasti og er
alstaðar til, sumstaðar mjög útbreiddur, eins og hjá
Indíánum, en hvergi sjaldgæfur, svo að ekki eru dæmi
til, að 0-flokkurinn fari niður úr 20%. Sumir lialda,
að þetta bendi til, að O-eiginleikinn sé sá upprunalegi
blóðeiginleiki mannsins, og því sé hann svo útbreidd-
ur enn í dag. Þetta er þó aðeins getgáta, sem ekki er
hægt að sanna. Það er engan veginn víst, að 0-eigin-
leikinn sé eldri en hinir. Við verðum nefnilega að gera
okkur ljóst, að við vitum í raun og veru ekki annað um
hann en það, að hann er hvork A né B. Á því þekkj-
um við hann. Það er alls ekki lxægt að sanna, og er
tæplega sennilegt, að O-eiginleiki á íslandi og 0-eigin-
leiki hjá Ástralíunegrum sé alveg samskonar. Fyrir því
verðum við að fara svo gætilega i allar getgátur um
uppruna 0-flokksins. Hann er nú útbreiddastur hjá
Indíánum og ýmsum þjóðflokkum á Kyrrahafseyjum,
og hafa menn því viljað rekja uppruna hans þangað.
En við skulum sleppa öllum bollaleggingum út af þess-
um flokki að sinni.
B 1 ó ð f 1 o k k a r í s 1 e n d i n g a hafa verið rann-
sakaðir bæði af Stefáni Jónssyni dócent (1922) og mér
(1927). Útkoman xná heita að sé alveg sú sama hjá