Vaka - 01.09.1929, Síða 81
[vaka]
UM BLÓÐFLOKKA.
207
báðuni, því að mismunurinn fer hæst upp í ca. 2% á
einstökum flokkum. Ef maður tekur meðaltalið af rann-
sóknum okkar beggja verða blóðflokkar íslendinga sem
hér segir:
flokkur 0 A B AB
% 56,2 30,6 9,2 4,0
Við sjáum, að blóðflokkaskiftingin er hér töluvert
frábrugðin því, sem hún er hjá frændþjóðum vorum á
Norðurlöndum. Hér er 0-flokkurinn útbreiddari, en A-
flokkurinn að sama skapi fámennari. Þetta er óncitan-
lega allmerkilegt. Maður hefði búizt við að finna hér
mjög svipaða hlóðflokkaskiftingu og í Noregi, úr því
að íslenzka þjóðin á að vera þaðan runnin að lang-
mestu leyti. En svo er ekki. Munurinn á B- og AB-
flokkunum er hverfandi, en af Norðmönnum eru 35,6%
í 0-flokki á móti 56% hjá okkur og 49,8% í A-flokki á
móti 30,6 hjá okkur. Þessi mismunur er allt of mikill
til þess, að hann geti verið nokkur tilviljun. Hann
bendir til þess, að norski stofninn liafi blandazt ekki
alllítið. það vitum við reyndar fyrir löngu, að norski
stofninn blandaðist þegar á landnámsöld saman við
annan, sem kom frá Bretlandseyjum, (Stóra-Bretlandi,
Irlandi, Snðureyjum og Orkneyjum). En deilt hefir
verið um það, hve mikill hluti landnámsmanna hafi
þaðan komið.
Guðm. próf. Hannesson hefir í riti sínu um mæling-
ar á íslendingum gert grein fyrir rannsóknum sínum á
Landnámu, sem hann hefir farið rækilega í gegn um.
Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að rekja megi með
nokkurri vissu uppruna 600 landnámsmanna, og ef
helmingur barna þeirra er talinn með, kemst talan upp
í 1000. Langflestir koma frá Noregi, nl. ca. 84%. Frá
Svíþjóð aðeins 3% og 12% frá Bretlandseyjum. Nú
hafa verið færðar líkur til þess af Boga Th. Melsled, að
fólksfjöldinn á íslandi hafi á landnámsöld verið í kring
um 20000, svo að við vitum þá aðeins um uppruna