Vaka - 01.09.1929, Síða 83
[vaka]
UM BLÓÐFLOKKA.
209
fram, að mikill hluti landnámsmanna, og það hinir
beztu, hafi komið frá Bretlandseyjum, og þó að margir
þeirra hafi verið af norskum uppruna, þá hafi föru-
neyti þeirra að miklu leyti verið keltneskt. Finnur próf.
Jónsson hefir aftur á móti (í Norsk-Islandske Kultur-
og Sprogforhold i 9. og 10. Aarh.) leitt mikil rök á
móti skrifum Guðbrands og Bugges um þessi efni. Ég
ætla ekki að fjölyrða neitt um þá deilu hér, en aðeins
benda á, hve mikil líking er með blóðflokkum Eng-
lendinga og Skota annarsvegar og íslendinga hinsvegar:
Flokkar 0 A B AB
Skotar 43,6 33,9 16,8 5,7
Englendingar 51,0 33,7 11,3 4,0
íslendingar .... 56,2 30,6 9,2 4,0
Norðmenn 35,6 49,8 10,3 4,3
Eins og af þessu sést, er býsna mikill munur á blóð-
flokkaskiftingunni hjá Norðmönnum og íslendingum,
ég vil segja ótrúlega mikill. Hinsvegar stöndum við
hýsna nærri Bretunum. Því miður hefir mér ekki tekizt
að ná í slcýrslur um blóðflokkarannsóknir frá Irlandi,
sem ábyggilegar sé. Ég vil ekki, að svo stöddu, draga
neinar ályktanir um uppruna islenzku þjóðarinnar út
l'rá blóðflokkarannsóknunum. Þær virðast óneitanlega
benda til meiri skyldleika við Bretana heldur en hing-
að til hefir verið talið. En mrJið er alls ekki svo ein-
falt, að unnt sé að afgera það í skjótri svipan. Maður
hefði búizt við, að blóðflokkar íslendinga lægju ein-
hversstaðar á milli blóðflokka Breta og Norðmanna, en
svo er ekki. Miklu frekar standa Bretar eftir blóð-
flokkunum á milli Norðmanna og íslendinga. Það er
erfitt að gera sér grein fyrir ástæðunum til þess. Enn-
frernur væri mjög æskilegt, að rannsakaðir væri blóð-
flokkar í ýmsum landshlutum hér til að sjá, hvort blóð-
flokkaskiftingin er alstaðar eins. Stefán Jónssoxi fann
mun hærri A-tölur (40%) á Norður- og Austurlandi
14