Vaka - 01.09.1929, Qupperneq 85
SÖNGLIST ÍSLENDINGA.
1. UPPRUNI SÖNGSINS.
Svo hyggja fróðir menn, að söngurinn sé jafngamall
mannkyninu. Einn af yfirburðum mannsins yfir dýr-
in er, að hann getur sungið, en dýrin ekki; því þótt
stundum sé talað um fagran fuglasöng, er það aðeins
í óeiginlegri merkingu. Spekingurinn Herbert Spencer
áleit, að í ræðu frummanna hafi liljóðbrigðin verið til
muna meiri, og að við ýms tækifæri hafi þeir haft
viðhafnarframburð, sem svo síðar breyttist í einSkon-
ar söng. Uppruna hljóðfæra virðist einnig mega rekja
aftur í fjarlægustu fyrnsku. Svo virðist sem, að hvar
sem átrúnaður hófst, í einhverri mynd, hafi söngur og
jafnvei hljóðfærasláltur verið tekinn í þjónustu til-
beiðslunnar. Má heita svo, að varla þekkist nokkur
þjóðflokkur á svo lágu stigi, að hann iðki ekkj ein-
hverskonar t ó n 1 i s t . *)
Að þessu athuguðu, verður ekki hjá því komizt að
álíta, að hér á Norðurlöndum hljóti söngur einnig að
hafa verið tíðkaður og hljóðfærasláttur iðkaður lengst
framan úr forneskju, og jafnvel verið kominn á all-
hátt stig á Víkingaöldinni, hliðstætt við aðrar listir og
íþróttir. Undarlega er þó lítið á þessa liluti minnzt í
öllum þeim mörgu ritum, sem til eru um þjóðlíf á
Norðurlöndum langt framan úr heiðni, sem þó annars
*) í ritgerðinni er, til hægðarauka, ])essi sltilgreining: Tón-
list, hverskonar söngur og liljóðfærasláttur. Tónsöngur,
einraddaður söngur. Hljómsöngur, tvi- eða fleirraddaður
söngur.