Vaka - 01.09.1929, Qupperneq 87
[vaka]
SÖNGLIST ÍSLENDINGA.
213
hálfum þriðja metra. Víða hafa 2 og 2 fundizt saman
og hefir þá bygging beggja verið eins. Jafnframt eru
lúðrarnir mesta dvergasmíð, svo að talið er að lúðra-
smiðir nú á tímum eigi fullt í fangi með að gera aðra
eins, á sama hátt og þessir voru gerðir. Þeir eru steypt-
ir, en ekki kveiktir saman úr slegnum eða eltum þynn-
um, eins og nú er gert.
Sízt er að undra, þótt fundur lúðranna hafi vakið
mikla eftirtekt og valdið heilabrotum fræðimanna.
Enn er ekki að fullu séð, hve víðtækar ályktanir og
margvísleg hugboð um menningu og menningarhrag
forfeðranna megi fá í sambandi við rannsóknir þessara
töfrahljóðfæra; en svo mikið þykir víst, að á lúðrana
hafi mátt ná fögrum samhljómum.
Geta menn yfirleitt liugsað sér, að lúðrarnir hafi
verið einu liljóðfærin, sem þekkzt hafi um Norðurlönd,
allar aldir síðan á eiröldu? Og hvernig mætti það vera,
að þvílíkir kostagripir á tónlistarsviðinu hafi verið
búnir til og notaðir máske um þúsundir ára, án þess að
önnur tónlist, sérstaklega söngmennt þeim samboðin,
hafi verið til samhliða?
í Ynglingasögu getur Snorri þess, um Hugleik kon-
ung í Svíþjóðu, að hann hafði við liirð sína „harpara,
gígjara ok fiþlara ok svá seiðmenn“. Er ekki sennireg-
ast, að Hugleikur hafi haft bæði söng og hljóðfæraslátt,
hirð sinni til dægrastyttingar? Er seiðr ekki einmitt
söngur?
Völuspá (hin meiri) hefst þannig:
Hljóðs bið ek íillar
lielgar kindir,
meiri ok minni
mögu Heimdallar.
Vilduð at Valföður
vel fyr’ teljak,
forn spjöll fira,
]>au’s fremst of man“.
Sé þetta lesið þannig, er það fögur söngvisa. Stefin í