Vaka - 01.09.1929, Síða 89
Ivaka]
SÖNGLIST ÍSLENDINGA.
215
Skírt er fram lekið um Hávamál, að þau voru kveðin
(sungin):
„Nú eru Hávamál kveðin,
Hávahöllu í.
Allbörf ýtasonum,
ó])örf jötnasonum.
Heill sás kvað!
lieill sá kann!
lieill sás nam!
lieilir j)eirs i)lýddu!
K v e ð i n o g k v a ð, hefir liklega verið framborið :
hveðin og hvað, eins og enn er viða gert hér á
landi. Ef þannig mætti lesa, sem ég tel ekki ólíklegt,
finnst mér sem ég kunni lag við þessa fallegu söngvísu.
Því svipar til þess, er börnin eru oft vön að syngja.
UPPRUNI TVÍSÖNGSINS.
Almennt mun það vera álit söngsögufræðinga, að tví-
söngurinn sé frumlegastur og elztur af öllum hljóm-
söng. Lengi framan af þótti vafi leika á því, hvar hann
væri upprunninn; má vera, að það þyki ekki fullsann-
að enn, og verði máske aldrei gengið að fullu úr
skugga um það. Hér vil ég í stuttu máli gera grein fyrir
því, hvað menn vita um þetta atriði.
Elzta rit, er menn þelckja, er getur um tvísöng, er
handrit, sem heitir „Musica cnchiriadis“ — handhók
söngsins —. Það er eignað flæmskum munki, er bæði
var skáld og söngfróður vel. Hann hét Hiujbald (840—
930) og dó í klaustrinu Armand hjá Tournay í Belgíu
við landamæri Frakklands. í riti þessu er meðal ann-
ars sýnishorn af tvennskonar tvísöng, er þar nefnist
„Organum“ eða „Diaplionia“ (sjá nótnaritið).
Þarna má sjá þúsund ára gamlan tvísöng, hreinan
kvintsöng. Texinn sýnir, að þetta „organum" hefir
verið að einhverju leyti notað við guðsþjónustu og
hendir það ótvírætt í þá átt, að söngaðferðin hafi þegar