Vaka - 01.09.1929, Síða 92
218
■JÓ.M JÓNSSON:
[vaka]
ganum“ og hafi flutzt til íslands með kristninni. Svo
muni það einnig hafa verið annarsstaðar á Norðurlönd-
um. Sennilegt sé, að álíta tvísönginn uppfundinn í þeim
löndum, þar sem hans sé fyrst getið, og þótt þessi söng-
aðferð yrði fljótt að víkja fyrir áhrifum frá hinum
frægu söngskólum Niðurlanda og i París, þá geti Burneij
í söngsögu sinni um handrit frá 13. öld í Sens á Frakk-
landi með mjög iíkum frágangi á raddsetningu og
Credo-handritið frá Munkaþverá. Gagnstætt danska
prófessornum heldur síra Bjarni Þorsteinsson og siðan
norskir söngsögufræðingar því fram, að ekki sé ástæða
til að vefengja frásögn Giralds um söng Víkinganna á
Norðymbralandi, og ég er fyllilega á sömu skoðun í
þessu efni.
3. TÓNLISTIN.
Tónlistin (Musik) er almennt talið að eigi, sem list,
upptök sín hjá Forngrikkjum; þeir urðu manna fyrstir
til að gefa tónunum teikn og raða þeim í tónstiga. Víst
er um það, að söngur og hljóðfærasláttur voru mikið
iðkaðir í löndum Grikkja, ekki síður en Gyðinga, við
guðadýrkun, fórnir og listir, ekki hvað minnst við
leiklistina; en allur var söngur þeirra einraddaður —
einskonar tónsöngur — og svo var einnig um hljóð-
færasláttinn. Á leiksviðunum mættust tveir eða fleiri
l'lokkar, er sungu á víxl og þótti mikið til þess koma.
Frumkristnin tók líka sönglistina í sína þjónustu og
innan hennar náði hún miklum framförum og þroska og
hreiddist út um heiminn jafnframt kristninni. Örvar-
Oddur undraðist mjög, að öll kirkjan söng, er hann á
ferð sinni á Ítalíu nálgaðist kirkju, meðan á messu-
gjörð stóð.
Ambrosius bislcup í Milano endurbætti kirkjusönginn
mikið í sinni kirkjudeild á 4. öld, en þó var söngurinn
í kirkjunum með ýmsu móti fyrir daga Gregors mikla,