Vaka - 01.09.1929, Síða 93
[vaka]
SÖXGLIST ÍSLENDINGA.
219
því hver kirkjudeild hafði þann tíðasöng er þar líkaði
bezt. Helgir menn og dýrlingar í tugatali voru tignaðir,
og féklc hver þeirra sinn sérstaka tíðasöng. Sem við er
að búast, voru þessi tónsmíði misjöfn að gæðum og
smekkvísi og þóttu gjöra glundroða og ósamræmi í
messurnar. Gregor páfi tók sig því til og útbjó tíðabók
þá hina miklu, sem við hann er kennd, Antifonarium
Gregorianum, hlekkjaði hana traustlega við eitt altarið
í Péturskirkjunni í Róm og mælti svo fyrir, að þennan
tíðasöng og tíðalestur, en engan annan, skyldi fram-
vegis nota innan allrar kristninnar. Tíðabækur kirkju-
deildanna í hinum ýmsu löndum voru eftir þetta afrit
og útdrættir (Breviaria) beint eftir Antifpnarium, og
þannig varð hinn kaþólski eða gregorianski söngur með
einu og sama sniði um allan heim.
Antifonarium var samið eitthvað um 600 og páfaboð-
inu um kirkjusönginn var, svo að kalla, fylgt þangað
til skömmu fyrir 1600, að hinn mikli söngmeistari
Giovanni Palestrina, eftir ályktun kirkjufundar í Trent,
samdi hinar þrjár inessur, sem síðan munu hafa verið
fyrirmyndir fyrir rómversk-kaþólskum söng. Þannig
hafði orðið þúsund ára kyrstaða í sönglist innan páfa-
kirltjunnar, sem ávalt hafði barizt á móti öllum þeim
miklu hreytingum og framförum, sem hverskonar tón-
list tók á þessu langa tímabili, sérstaldega síðasta hluta
þess. Til þess að gjöra sér grein fyrir, hverjar þær
framfarir voru, verður að rekja aðaldrætti söngsögunnar
á þessu tímabili. í því efni styðst ég við greinargerð
síra Bjarna Þorsteinssonar og norskra fræðimanna.
Víkingaöldin er venjulega talin frá 800 til 1000; þá
harst norræna menningin með Víkingunum vestur og
suður til landanna, sem þeir lögðu undir sig eða tóku
sér bólfestu i um skemmri eða lengri tíma, Bretlands-
eyjar, Nonnandíu og jafnvel alla leið til Langbarðalands
á Ítalíu, og hver veit hvar víðar, og blandaðist i lönd-
um þessum hinni vestlægari og suðrænu menningu.