Vaka - 01.09.1929, Side 96
222
JÓX JÓNSSON:
[vakaJ
ek fjölkunnug né vísindakona, en þó kenndi Halldís,
fóstra mín, mér á íslandi þat kvæði, er hon kallaði
,Varðlokkur‘; kvað Guðríður kvæðit svá fagurt ok vel,
at enginn þóttist heyrt hafa fegri r ö d d kvæði kveðit,
sá er þar var hjá“. Þessi frásögn er mjög ýtarleg og
merkileg, en verður ennþá eftirtektaverðari, sé hún
horin saman við upphafserindi Völuspár. Þar ei eins
ástatt; vöívan hefir þurft að láta syngja einhver þau
kvæði, er lokkað fengju Varðir (dísir) að henni, svo
hún kæmist í spásagnar-ástandið, og þegar það var
fengið, ávarpar hún söngflokkinn: „Hljóðs hið ek allar
h e 1 g a r k i n d i r , meiri ok minni m ö g u H e i m -
d a 1 1 a r “. Heiindallar megir eru þá söngvararnir, goð-
b o r n a r, helgar kindir. Þetta, ásamt „Hátt blæs
Heimdallur ....“ sýnir það, að tónlistin, söngur og
hljóðfæraleikur, var metin til jafns við skáldskapinn.
Hvorttveggja voru guðleg fræði og frá goðunum komin.
Ekki mundi Þorbjörg hafa spurt, sem hún gjörði, ef
hún hefði ekki getað vænzt þess, að konur á stórbýlinu
Herjólfsnesi kynnu þennan söng. Þá má og geta nærri,
að ekki muni Guðríður hafa verið eina íslenzka konan,
sem kunni þetta kvæði og sönginn. Eflaust hafa margar
íslenzkar konur, þá eins og nú, haft þýða og fagra rödd,
enda tekur Guðríður það fram, að hún hafi ekki sér-
staklega Iagt stund á þessi fræði. Hún er sem hver ann-
ar námfús unglingur, sem hefir lært af fóstru sinni það,
sem hún kunni, og siður var að kenna unglingum þeim
til gleði og fróðleiks. Þetta sýnir útbreiðslu söngs og
kveðskapar meðal alþýðunnar á íslandi i þá daga.
Það væri harla ótrúlegt, ef því væri haldið fram sér-
staklega, að höfðingjarnir í Noregi, í nýlendunum vest-
an hafs og á íslandi, sem sjálfir voru hofgoðar að em-
bættisskyldu og oft kepptust við konungana sjálfa um
veizlur og hirðprýði, blót og seið, hafi ekki haldið í
heiðri þeirri fornu fræði og skemmtan, tónlistinni, úr
því hún var jafntigin og skáldskapurinn. Egill kvað vi&