Vaka - 01.09.1929, Síða 101
[VAKA
SÖNGLIST ÍSLENDINGA.
227
þorlák biskup ok skyldu menn honuin tíðir syi.gja á
andlátsdag hans“.
ÞoriákstíSirnar eru að inestu leyti til enn, i tíðabók-
inni frá Skálholti. Þær eru allmikið tónsmíði (Com-
position), og virðist um samning þeirra engum frem-
ur til að dreifa en Páli hiskupi eða Guðmundi góða
eða þeim báðum í félagi. Þegar helgur dómur Þorláks
biskups var úr jörðu tekinn í Skálholti, var Guðmund-
ur góði þar; skipaði þá Páll biskup Guðmund prest
„hæsta rödd vfir alla kennimenn, næst biskupinum,
hvat lesa skal eður syngja í hverri stöðu eða fram-
göngu; fékk hann þar af mikla virðing, því al svá
sýndist i hverri grein viðkvæmilegast sem hann skip-
aði“. Það hafa eflaust verið þessar Þorlákstiðir, er
Þórir erkibiskup i Niðarósi neitaði Guðinundi um leyfi
til að syngja á Þorláksmessu, er liann dvaldi þar vetr-
arlangt.
Tónið og sönginn á Þorlákstíðum virðist vera frem-
ur mikið í borið. Þar eru þráfaldlega 9-föId, 15- og
jafnvel 18-föld tónahlaup á einni samstöfu. Ég hygg,
að með þessum mönnuin hafi gregorianski söngurinn
náð hámarki sínu hér á landi.
Þegar hér var komið sögu, verða einskonar tímamót.
Kristnin hefir á síðustu mannsöldrununi náð svo föstum
tökum á huga almennings, að klerkarnir óttast ekki
framar heiðnar trúarvillur, seið eða blót, og þar við
bætist, að þeir hafa i ýmsu öðru að snúast, því Slurl-
ungaöldin og Staðamálin voru nú orðin ærin viðfangs-
efni. Loks þegar ölluni þeim ósköpum linnir, fer þjóðin
að álta sig og melta liðna atburði. Kristnin hafði koll-
varpað heiðninni. Sjálfstjórnarríkið var liðið undir lok
og konungsvaldið komið i staðinn með sína útlendu
höfðngja. Það var búið að rita sögurnar, það höfðu gerl
lærðir menn; en lærðu mennirnir orktu þó varla nema
á latinu. Sjálf þjóðin, sem þrátt fyrir allt hafði í leynd
og kyrþei raulað forn stef og kvæði, fór nú eins og að