Vaka - 01.09.1929, Page 103
[vaka]
SÖNGUST ÍSLENDINGA.
229
Bann Larentiusar biskups hindraði elcki að neinu
ráði framsókn tvísöngsins inn í kirkjusönginn, sem sjá
má á því, að handritið á Munkaþverá frá 1473 er með
tvísöngsnótum við sjálfa „Credo“. Er það talið elzta
handrit af íslenzkum tvísöng, er fundizt hefir; en þess
ber að gæta, að eftir siðabótina voru viljandi og óvilj-
andi eyðilögð svo að segja öll þau handrit, sem voru
með nótnariti. Auk fárra nótnabólca, eru það skinn-
bókablöð, sem notuð hafa verið sem bókbindaraskinn
utanum önnur rit, það helzta, sem varðveizt hefir.
Munkaþverár-handritið er mjög merkilegt; það sýnir
hve föst tónaskipun hefir verið komin á tvísöng þeirra
tíma, og hlýtur það að vera afleiðing af undangenginni
langri iðkun og æfingu. Sjá nótnaritið hér á eftir.
Á síðustu öldum kaþólska siðarins hér á landi má
fullyrða, að tvisöngurinn hefir komizt til vegs og sóma
innan kirkjusöngsins og haldið því sæti allt til siða-
skiftanna og siðan allt fram til vorra daga.
[Nótnaritið fylgir niðurlagi greinarinnar. Niðurlag nœst.]
Jón Jónsson, læknir.