Vaka - 01.09.1929, Síða 105
[vaka]
Á. H. B.: TRÚ OG VÍSINDI.
231
manni í frumögnunum, þar sem nú getur að líta sólir
og reikistjörnur í hinum minnstu efnisögnum.
Það hefir og sýnt sig við rannsóknir síðari ára, að
alheimurinn og sólkerfin eru orðin til með nokkuð
öðrum hætti en inenn áður hugðu í vísindunum og að
sólkerfi vort hefir þar einkennilega sérstöðu.
Það hefir og komið í Ijós, að annað eigi fyrir jörð
vorri að liggja en helkróknun með dvínandi geisla-
magni sólar, eins og áður voru gerð ráð fyrir. Nú eru
færðar sterkari líkur fyrir því, að það verði hitadauði.
Þá hefir hið svonefnda dauða efni færzt miklu nær
lifandi líkömum en áður, þar sem nú er sýnt, að hver
efnisögn er þrungin af afli og orku og reynir af öllum
mætti að viðhalda sjálfri sér og hlaða í skörðin, ef eitt-
hvað missist, en þetta er aðaleiginleiki lifandi likama.
Og loks eru nokkrir frægustu vísindamenn núcímans
komnir á þá skoðun, að náttúruvísindin veiti ekki ann-
að en t á k n 1 e g a þekkingu, en að líf og einkum með-
vitund mannsins geti einna helzt frætt oss um hið
innsta eðli tilverunnar.
Allar þessar vísindalegu nýungar ætla ég nú að
reyna að bera á borð fyrir yður. En fyrst er rétt að
gera sér grein fyrir, hversu mannleg þekking er tak-
mörkuð á allar lundir.
Reynum þá að skyggnast, ekki út um höfuðdyrnar
á musteri vísindanna, sem vita að staðreyndunum,
sýnilegum og áþreifanlegum, heldur út um bakdyr þær,
sem vita út að leyndardómum tilverunnar. Reynum að
skyggnast eftir hinztu rökum tilverunnar og sjáum,
hvort ekki jafnvel vísindin og hinar vísindalegu stað-
reyndir muni þurfa einhverrar túlkunar við.
I. HVORT HELDUR EÐA — ?
Hvað er það, sem getið hefir af sér allar dáseindir
tilverunnar? Hvað er það, sem gert hefir hverja frum-
ögn efnisins að ofurlitlu sólkerfi, sem með Ijósskeyt-