Vaka - 01.09.1929, Page 107
[vaka]
TRÚ OG VÍSINDI.
233
skipulag og skapnaður, en ekki óskapnaður, úr allri
starfsemi þess. Það opinberi sig að lokum í anda manns
og skynsemi, í vísindum og verklegum framförum, og
því geti nú mannsandinn sjálfur farið að ráða gátur
þær, sem fólgnar séu í gerð frumagnanna, í lifsstarfi
jurta og dýra og í sálarlífi mannsins og íikað sig fram
til lögmála þeirra, sem sjálf alheimsviðáttan lýtur. En
þessa hugrænu alheimsorku er gagnsmýgur alla tilver-
una, hugsar maðurinn sér sem eins konar alvevu eða
Guð, er sé alstaðar nálægur, í því smæsta sem því
stærsta.
Hér er, eins og menn sjá, um tvennskonar túlkun,
tvennskonar skýringar sömu staðreynda að ræða Allt
veltur á því, hverja skýringuna menn heldur kjósa;
en það fer eftir trú þeirra og lífsskoðun. Á henni velt-
ur það, hvort menn lita á heiminn eins og dauða, til-
gangslausa vél, er knúin sé af blindum öflum, eða hvort
vér getum tekið undir með sálmaskáldinu og sagt:
Himnarnir segja frá guðs dýrð,
og festingin kunngjörir verkin hans handa.
Og svör þessi ná lengra; þau ná til lífsins og tilver-
unnar í heild sinni.
Vér erum á fleygiferð um himingeiminn á þessari
agnarsmáu fleytu vorri, er vér nefnum jörð, vitandi
ekki, hvaðan vér komum né heldur hvert vér förum.
Þrátt fyrir allt vort jarðneska umstang og áhyggjur get-
um vér ekki að því gjört, einkum á kvöldin, þegar
dimma tekur og dýrð himnanna lýkst upp fyrir sjón-
um vorum, að ganga aftur með þiljum, ef svo mætti
að orði komast, horfa niður i kjölfarið og spyrja:
hvaðan komum vér? eða þá fram með þiljum og fram
í stafn og spyrja: hvert stefnum vér? Er nokkur höfn
framundan, ill eða góð? Eða er þessi vegferð vor til-
gangslaus með öllu? Þá er vér spyrjum svo, heyrum
vér tvær raddir hvísla sitt hvort svarið. Önnur segir,