Vaka - 01.09.1929, Side 119

Vaka - 01.09.1929, Side 119
[ vaka] ORÐABELGUK. 245 EÐLI ÍSLENDINGA. í spánnýrri grein eftir síra Ragnar E. Kvaran stend- ur þessi klausa: „Dr. Sigurður Nordal tekur fyrstur manna til þess að rita um „eðli íslendinga" fyrir þrem- ur árum, því likast, sem þetta vœri eitthvert ákveðið hugtak, inörkin væru næsta skýr milli eðlis íslendinga og eðlis annara rnanna. Nú má vitaskuld vel vera, að eitthvert sinn leiðist það í ljós — en þó ekki fyr en eftir langa og erfiða rannsókn — að upplag íslenzku þjóðarinnar sé að einhverju leyti svo sérstakt, að rétt- lætandi gæti talizt að tala um „eðli“ hennar sem sér- stakt fyrirbrigði í sálarfræði. En það þarf alveg ein- stakt hispursleysi til þess að henda slíka vanhugsun sem þessa á lofti, og lýsa því yfir, að það sé einmitt þetta, sem maður hafi verið að skrifa um i aldarfjórð- ung“ (Iðunn XIII, 287). Mér er ekki fyllilega ljóst, í hverju þessi „vanhugs- un“ min er fólgin. En um tvennt getur verið að ræða. Annaðhvort að mér liafi skjátlazt í þvi, að íslendingar eigi sér yfirleitt nokkurt sérstakt eðli, eða þá, að eg hafi talið, að þetta eðli væri þegar fullkunnugt, svo að ekki þyrfti um það efni frekari rannsókna við. Síðari ásökuninni get eg hiklaust neitað. Hvar sem eg liei' minnzt á þetta efni, hef eg talað um það sem torsótt og flókið rannsóknarefni. f blaðagrein, sem eg ritaði fyrir þremur árum um rannsóknir dr. Guðm. Finnbogasonar á eðlisfari fslendinga, komst eg svo að orði: „Að vísu er torvelt að festa hendur á sliku efni. Mér dettur ekki í hug, að hann (þ. e. G. F.) finni neina örugga greinargerð eðlisfars vors, er segja megi í fám orðum. Honuin dettur það ekki i hug sjálfum". Og í grein í Iðunni, sem kom út um sama leyti (og síra Ragnar líklega á við), tala eg um, að samvinna þurfi að vera milli skálda og fræðimanna til þess að skapa g r u n d v ö 11 íslenzkrar sálarfræði og Iífsskoðunar. Eg hef sjálfur árum saman verið að viða að mér efni í rit um islenzka menningu. Og svo langt er eg þó kominn ineð það verk, að mér er orðið Ijóst, hversu geysimikið er óunnið á þessu sviði. En er þá um hitt að ræða, að öll leit og rannsókn, er heinist að því að gera sér Ijóst „eðli íslendinga" sé eftirsókn eftir vindi, af því að engin mörk verði fundin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.