Vaka - 01.09.1929, Page 127
ívaka]
RITFREGNIR.
253
Vér þekkjum lika Stefán Einarsveinsson, þó ekki væri á
öðru en rausn þeirri, sem hann sýnir Ugga Greipssyni
sem öðrum, harmleikaskáldið, sem talaði „blómamáli“
þvi, er Uggi fékk ekki skilið, að nokkur maður fengi
talað á örlagastund. Það vill svo vel til, að ég hefi
lesið bréf frá manni þeim, er ég ætla, að sé Stefán
Einarsveinsson, skrifað á örlagastund, nefnilega i bana-
legu hans hér í Kaupmannahöfn, skjal sem að magni
tilfinningalífsins og umfangi og dýpt hugsunarinnar,
en ef til vill frarnar öllu öðru, vegna undursamlegrar
og hátignarlegrar fegurðar málsins, stendur regin hátt
yfir flestu þvi, er íslenzkir höfundar hafa náð að rita,
— jafnvel þó Gunnar Gunnarsson sé talinn með og tal-
inn til þess máls, er honum lætur bezt. — Það þarf
heldur engan ógna skarpleika til þess að þekkja Da-
víð Jónmundsson, ekki vegna þess, að mynd hans sé
gerð af svo mikilli nærgætni né trxileik, heldur vegna
þess, að lýsa má manni að nokkru með því einu, að
taka veilur hans og mein til meðferðar. Ef sá er mað-
urinn, sem mig grunar, þá verður Gunnar Gunnars-
son að kveða óð sinn um íslenzkt grjót að nýju, til
þess að verða jafningi hans.
Ég sé ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um
þetta inál. Gunnar Gunnarsson ætlast, ef til vill, ekki
til að bók hans sé skilin sem æfisaga. Hann þarf ekki
annað en vísa til gervinafnanna og skáldsagnaformsins,
og þá er hann leystur úr sökum við þessa menn. Og
islenzka nýlendan í Kaupmannahöfn á ekki lir háum
söðli að detta í áliti Dana, svo að Gunnar Gunnarsson
getur rólegur notið lofs þess, er hann hlýtur af þessu
verki, án þess að þnrfa að saka sig um það að hafa
vegið til meins í knérunn samlanda sinna. Hann hefir
þá aðeins skrifað skáldsögu, mjög langa og með köfl-
um mjög skemmtilega, — en með köflum aðeins mjög
langdregna. Sigurður Einarsson.
DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI: Ný kvæði,
Reykjavík 1929.
Það er jafnan eitthvert nýjabragð að því, sem Davíð
frá Fagraskógi lætur frá sér fara, og því bíður maður
hverrar bókar hans með eftirvæntingu.
„Ný kvæði“ byrja á nokkrum sagnakvæðum: Hall-
freði vandræðaskáldi, Hræreki konungi og Lofkvæði