Vaka - 01.09.1929, Side 128
254
RITFRKGNIK.
! vaka]
Laurentiusar Hólabiskups. Þa;u eru ekkert tiltakanlega
góð, nema Lofkvæði Laurentiusar, en þó betri en þau
sagnaljóð, er síðar koma i bókinni um Innreið Jesú
frá Nazaret, Neró og Harún Alraschid. Kjarnyrtar
og snjallar myndi sjálfur Hallfreður kveðið hafa;
en síðari kvæðin öll skortir þann sögulega blæ og þann
Ijóðahátt, sem kveðið mundi hafa verið undir í þeim
Iöndum og á þeim tímum, og of mikið held ég að sé
haft við Neró. Sannast að segja hygg ég, að Davíð verði
aldrei neitt afburða sagnaskáld; hann er of mikill nii-
tímamaður til þess.
En þegar þessari aðfinnslu lýkur, hefi ég ekki nema
gott eitt að segja um „Ný kvæði“. Skáldgáfa Davíðs er
ljóðræns eðlis og þar kemst hann hæst, eins og t d. i
„Kveðja", sem er undurfagurt kvæði, í „Riddarinn", í
„Tyrkneskur söngur", Vogreki cg mörgum fleiri kvæðum.
Davíð er einnig gefin sú guðagáfa að teikna margvís-
legar mannlífsmyndir með þeim næmleik og þeim skiln-
ingi, að maður efast ekki um sannleiksgildi þeirra og
lífsgildi, sbr. kvæðin: „Axlar-Björn“, „Fögur varstu og
mjúkhent", „Hallarfrúin“ og „Gullnir hlekkir“. Feg-
ursta kvæðið í bókinni mun þó vera: „Konan sem
k y n d i r o f n i n n m i n n “, og er það í öllu látleysi
sínu svona:
Ég finn ]iað gegnum svefninn,
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
og veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út ineð ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar eftir sér.
Ég veit, að hún á sorgir,
en segir aldrei neitt,
])ó sé hún dauðaþreytt,
hendur hennar sótugar
og hárið illa greitt.
Hún fer að engu óð,
er ölluin mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð.