Vaka - 01.09.1929, Síða 129
[vakaJ
RITFREGNIR.
255
Sumir skrifa í öskuna
öll sín beztu ljóð.
Ég veit, að þessi kona
er vinafá og snauð
af' veraldar auð,
að launin, sem hún fær,
eru last og daglegt brauð.
En oftast er það sá,
sem allir kvelja og smá;
sem mest af mildi á.
Fáir njóta eldanna,
sem fyrstir kveikja þá.
Þetta kvæði mun verða sígilt í ísl. bókmenntum.
Eitt gamankvæði er í bókinni „Bréfið hennar Stínu“,
sem er leikandi létt; tvö kvæði, sem kersknin ískrar i
og eru alveg sérkennileg fyrir Davíð, — „Bærinn er
fagur“ og „Rottur“. Nokkur ádeilukvæði eru þar og:
„Kvæðið um konurnar þrjár“, „Rússneski presturinn"
og „Skriftamál gamla prestsins“, sem er einhver hin
harðvitugasta ádeila, er ég hefi lesið. Ef nokkur ætlar,
að þetta sé ort til að áfellast trúna, þá lesi hann
„Skriftastóllinn".
Þeir, sem kynnu að vilja leita uppi höf. sjálfan og
ástir hans, lesi að lokuin „Örlög“ og „Minning“ síðast
í bókinni. En ekki verður á allt drepið í stuttri ritfregn
og menn verða sjálfir að lesa kvæði þessi og kynnast
þeim. Á. H. B.
HJARÐIR. lvvæði eftir Jón Magnússon, Iteykjavik 1929.
Fyrir fjórum árum gaf Jón Magnússon út fyrstu
Ijóðabók sína, „Bláskóga". Var lienni vel tekið og þótti
sýnt, að vænta mætti góðs af höfundinum. „H;arðir“
sýna og, að skáldið hefir þroskazt á þessum árum.
Yrkisefnin eru að vísu flest af líkum toga og áður, en
tökin fastari og flugið l'rjálsara. Öll bera kvæðin vott
um vandvirkni, smekkvísi og einlægni. Hann fylgir
þeim að heiinan með þessum forinála:
Þcir morgnar cnn þá um minnið liða
scm mjúkur sumarblær um kinn,
cr hjarðirnar undu hópum saman
hringinn i kring um bæinn minn.