Fréttablaðið - 21.11.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 21.11.2009, Síða 6
6 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Hin rómaða þakkargjörðarveisla Hótel Cabin verður haldin dagana 26. og 27. nóvember. Í hádeginu 26. og 27. nóvember Fimmtudagskvöldið 26. nóvember og föstudagskvöldið 27. nóvember Verð einungis: 2.550 kr. í hádeginu 3.250 kr. á kvöldin Léttir djasstónar verða leiknir yfir borðhaldi á föstudagskvöldið. Borðapantanir í síma 511 6030 Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 Helgartilboð 4.395,- 3.495,- ALÞINGI Samtals 37.400 störf eru hjá hinu opinbera; átján þúsund hjá ríkinu og 19.400 hjá sveitar- félögum. Störfunum hefur fjölgað um um það bil þrjátíu prósent á níu árum. Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðis- flokksins. Spurðist hún fyrir um hve margir starfs- menn væru hjá ríki og sveitar- félögum og hver þróunin hefði verið síðastliðin tíu ár. Í svari ráð- herra kemur fram að ekki liggi fyrir upp- lýsingar um fjölda starfsmanna, aðeins fjölda starfa. Eru upplýs- ingar um fjölda stöðugilda hjá rík- inu fengnar úr launavinnslukerfi ríkisins. Af tölunum má sjá að frá árinu 2000 hefur stöðugildum hjá hinu opinbera fjölgað um 8.700, um 4.000 hjá ríkinu og 4.700 hjá sveitarfélögunum. Í tvígang á tímabilinu fjölg- aði stöðugildum hjá ríkinu stór- um, í fyrra sinnið árið 2001 þegar Borgarspítalinn sameinað- ist Landspítalanum og aftur árið 2006 þegar stöðugildi innan heil- brigðisstofnana fluttust í miðlægt launakerfi ríkisins. Eins og áður sagði eru stöðugildi hjá ríki og sveit nú um þriðjungi fleiri en árið 2000. Hefur þeim fjölgað um 3,6 prósent að meðal- tali á ári hjá sveitarfélögum og um 3,2 prósent hjá ríkinu. Sé tillit tekið til ofangreindra kerfisbreyt- inga nemur fjölgunin hjá ríkinu 2,1 prósenti. Rúmlega 165 þúsund manns voru starfandi á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs. Lætur því nærri að um tuttugu prósent allra starfa séu hjá hinu opinbera: ríki eða sveitar- félögum. bjorn@frettabladid.is Opinberum störfum fjölgaði um þriðjung Á tæpum áratug fjölgaði stöðugildum hjá ríki og sveitarfélögum um næstum níu þúsund. Átján þúsund stöðugildi eru hjá ríkinu og 19.400 hjá sveitarfélögum. Lætur nærri að rúmlega tuttugu prósent starfa í landinu séu hjá hinu opinbera. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ÞORGERÐUR K. GUNNARDSÓTTIR Á LANDSPÍTALANUM Sameining Borgarspítala og Landspítala 2001 og færsla stöðu- gilda innan heilbrigðisstofnana í miðlægt launakerfi ríkisins 2006 hefur sín áhrif á tölur um störf hjá ríki og borg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FJÖLDI STÖÐUGILDA HJÁ RÍKI OG SVEITARFÉLÖGUM Tölurnar miðast við apríl ár hvert Ár Ríki Sveitarf. Samtals 2000 14.000 14.700 28.700 2002 15.400 15.700 31.100 2004 15.900 17.400 33.300 2006 17.300 18.200 35.500 2008 18.300 18.900 37.200 2009 18.000 19.400 37.400 2001 1.300 störf færast frá Reykjavík til ríkisins með sameiningu Borgarspítala og Landspítala. 2006 Launaafgreiðsla heilbrigðisstofnana færist til ríkisins, þar með 1.500 stöðu- gildi. STJÓRNSÝSLA Fjármálaráðuneytið vinnur nú að því að endurskoða nefndarsetu Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Baldur sætir nú rann- sókn sérstaks saksóknara vegna meintra innherja- viðskipta hans með bréf í Landsbankanum. Endurskoðunin tengist ekki rannsókn sérstaks saksóknara, að sögn Elíasar Jóns Guðjónssonar, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Þetta er bara gert í kjölfar þess að menn hætta störfum, þá er farið yfir setu þeirra í nefndum fyrir hönd ráðuneytisins,“ segir Elías. Taka þurfi saman í hvaða nefndum hann situr og hvort ástæða sé til að skipta honum út. Elías segir að hafi Baldur verið skipaður í nefnd vegna þess að hann var ráðuneytisstjóri segi það sig nokkurn veginn sjálft að hann muni víkja úr henni. Elías segist ekki hafa upplýsingar á reiðum höndum um það í hvaða nefndum Baldur situr, verið sé að taka það saman. Hann hafi heldur ekki upplýsingar um laun Baldurs fyrir nefndarsetu. „En hann fær væntanlega eitthvað fyrir þessa nefndarsetu. Ég geri ráð fyrir því,“ segir Elías. Á vef fjármálaráðu- neytisins má sjá að Baldur gegni formennsku í þremur nefndum: ríkisreikningsnefnd, samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir og stjórn söfnunar- sjóðs lífeyrisréttinda. - sh Fjármálaráðuneytið skoðar hvort Baldur Guðlaugsson skuli sitja áfram í nefnum: Nefndarseta Baldurs endurskoðuð MENNTAMÁL Nokkrir nemendur í skólum í Mosfellsbæ voru í gær sendir heim fyrir að stríða og atast í rauðhærðum samnemend- um sínum. Í gær var svokallaður „kick a ginger day“, sem útleggst sem „sparka-í-rauðhærða dagur- inn“, hefð sem hefur orðið vinsæl eftir að tæpt var á henni í teikni- myndaþáttunum South Park. Tveir nemendur voru send- ir heim úr Varmárskóla og heim- ildir herma að um átta nemendur hafi verið sendir heim úr Lága- fellsskóla. Efemía Gísladóttir, annar skóla- stjóra Lágafellsskóla, vildi ekkert tjá sig um málið þegar Fréttablað- ið náði tali af henni í gær. „Ég ætla ekki að gefa neitt komment í blöðin,“ sagði hún. Þeir nemendur sem sendir voru munu flestir hafa gerst sekir um lítilsháttar ofbeldisverk. Engum varð sérstaklega meint af, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki hafa borist fregnir af því að þessa vandamáls hafi gætt annars staðar. Samtökin Heimili og skóli lýstu áhyggjum sínum af deginum og hvöttu skólastjórnendur til að vekja athygli foreldra og nemenda á því að slík hegðun yrði ekki liðin. - sh Hópur nemenda í Mosfellsbæ ataðist í rauðhærðum og var rekinn heim: Heim fyrir að stríða rauðhærðum ÚR LÁGAFELLSSKÓLA Skólastjóri Lága- fellsskóla vill ekkert tjá sig um málið. BALDUR GUÐLAUGSSON Sér- stakur saksóknari hefur fryst yfir 100 milljónir í hans eigu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PALESTÍNA, AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, hefur fallist á að forseta- og þingkosn- ingum, sem halda átti í janúar, verði frestað. Kjörstjórn Palestínumanna lagði í síðustu viku til að kosn- ingunum yrði frestað, eftir að Hamas-hreyfingin sagðist ætla að sniðganga þær. Kjörstjórnin segist nú ætla að taka ákvörðun í desember um nýjan kjördag. Abbas lýsti því yfir fyrr í mánuðinum að hann væri hætt- ur við að bjóða sig fram til ann- ars kjörtímabils. Hart var lagt að honum að hætta við að hætta. - gb Forseti Palestínustjórnar: Fellst á frestun kosninganna Hafa afleiðingar hrunsins verið skárri en þú bjóst við fyrir ári? Já 31,5 Nei 68,5 SPURNING DAGSINS Í DAG Hljómar Arion, nýtt nafn Nýja- Kaupþings, vel í þínum eyrum? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.