Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 12

Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 12
12 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Óska eftir að kaupa íslensk-ensku námskeið Óska eftir að kaupa íslensk-ensku Lingapon námskeið. En ég tel nær fullvíst að aðeins eitt íslenskt – ensku Lingapon námskeið hafi komið út á Íslandi. Kennslubókin var innbundin kilja en bæði hærri og breiðari en venjuleg kilja. Eigir þú námskeiðið þá borga ég glaður 40.000 kr fyrir námskeiðið. Viljir þú ekki selja getum við samið um greiðslu fyrir afnot af bókinni. Sími. 865-7013 E N N E M M / SÍ A / N M 39 89 8 Óskabrunnur barnanna sló í gegn þegar þær Skoppa og Skrítla vígðu hann í Borgarleikhúsinu í gær. Vígslan var hluti af Alþjóð- legri athafnaviku og gerðu börn- in, sem voru á aldrinum fjögurra til sjö ára úr þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu, verkefni tengd því hvað þau vilji verða þegar þau verða stór. Óskabrunnurinn er þannig gerð- ur að börnin ganga inn í hann og hengja óskir sínar í klemmur á hann innanverðan. Að því loknu settust þau umhverfis brunninn, lokuðu augunum og hugsuðu um óskirnar. Nokkur barnanna vildu verða veiðimenn, læknar, lögreglumenn og einn drengur vildi verða for- seti Bandaríkjanna. Börnin sungu nokkur lög með þeim Skoppu og Skrítlu en fengu síðan í heimsókn nokkra einstaklinga sem kynntu störf sín fyrir börnunum. Þar á meðal var lögregluþjónn, hjúkr- unarfræðingur, slökkviliðsmenn, vörustjóri hjá stoðtækjafyrirtæk- inu Össuri og fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir. Hundur sem hundasnyrtir mætti með á vígsluna vakti óskipta athygli barnanna. - jab ÓSKIR HENGDAR UPP Um hundrað óskir bættust við þær þrjátíu þúsund sem Skoppa og Skrítla hafa safnað víða um heim í nokkur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rúmlega hundrað börn vígðu óskabrunn Skoppu og Skrítlu í Borgarleikhúsinu: Einn vildi verða forseti BNA ATHAFNAVIKA: Samráðsfundur um umhverfisvænar áherslur í atvinnu- og menningarlífi Lokahátíð Alþjóðlegu athafnavik- unnar sem halda átti á morgun hefur verið frestað fram í næstu viku. Kynna átti niðurstöður í hugmyndasamkeppninni Snilldar- lausnir – Marel á lokahátíðinni. Þátttakendur í keppninni áttu að auka virði herðatrés, gera upp- töku af virðisaukningu þess og senda á netsíðu keppninnar í síð- asta lagi á hádegi 15. nóvember. Mörg myndbönd hafa borist og mun dómnefndin fara í gegn- um þau og meta á morgun. Minni viðburðir verða víða um land en úrslit hugmyndasamkeppninnar kynnt í vikunni, að sögn aðstand- enda Athafnavikunnar. - jab Lokahátíð Athafnaviku frestað: Úrslit Snilldarlausna í næstu viku „Orkuverið er skemmtilegur vett- vangur til að koma saman tveim- ur heimum, hönnuðum með hug- myndirnar og fólkið sem kann að virkja þær,“ segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, markaðsstjóri Athafna- vikunnar, um Orkuverið sem hald- ið verður á Háskólatorgi á milli klukkan 15 og 17 í dag. Orkuverið er eins konar hrað- stefnumót þar sem hönnuðir fá möguleika á að kynnast og tengj- ast viðskiptafræðingum, verkfræðingum, markaðsfræðing- um eða öðrum með rekstrarreynslu. Fyrirkomulag er með þeim hætti að þátt- takendur setj- ast tveir saman í fimm mínút- ur og spjalla saman. Að fimm mínútum liðnum þurfa þeir báðir að skipta um sæti. Þetta hefur verið gert nokkrum sinnum á árinu og minnist Jórunn þess að sautján manns hafi tekið þátt á síðasta stefnumótafundi. Hún minnist þess að vöruhönn- uðurinn Siggi Anton hafi verið einn þeirra sem hafi náð góðum árangri á stefnumótafundi Orkuversins. Á eitt þeirra kom hann með hug- mynd að veggljósinu Lucio og hitti þar viðskiptafræðinginn Guðbjörgu Jóhannsdóttur. Að Orkuverinu standa Inn- ovit, Klak, Félag viðskipta- og hagfræðinga og Hönn- unarmiðstöð Íslands. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt verða að mæta með kynn- ingu á sjálfum sér þar sem fram kemur menntun, fyrri rey nsl a og áhugasvið. - jab Hugmyndaríkir hönnuðir og markaðsfólk hittist: Vörur öðlast líf í Háskólanum SIGGI ANTON OG GUÐBJÖRG
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.