Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 21.11.2009, Qupperneq 16
16 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR U m þessar mundir er verið að taka mjög afdrifaríkar ákvarðanir í skattamálum hér á landi. Skattahækk- anir upp á tugi milljarða munu draga almenning og atvinnulíf hér á landi enn meira niður, auka atvinnu- leysi og verðbólgu og veikja baráttukraft þjóðarinnar. Neysla mun minnka, sem mun hafa áhrif á fjölmörg fyrirtæki og lækka þannig skatttekjur ríkisins. Skattkerfið verður flóknara með fleiri skattþrepum. Aukinn skattur verður lagður á sparnað fólks með umtalsverðri hækkun fjármagnstekjuskatts og hækkun á tryggingargjaldi sem er beinn launaskattur á fyrirtæki. Eignar- skattur er nánast eins og eignaupptaka. Engin vissa er svo fyrir því að þessi aukna skattheimta muni skila sér. Á sama tíma er fólk að taka á sig launafrystingu og jafnvel launalækkun. Auk beinna skatta á fyrirtæki og einstaklinga á meðal annars að hækka virðisaukaskatt á mikilvægar greinar eins og veitinga- húsastarfsemi og búa til enn nýtt þrep í virðisaukaskatti. Þetta mun hafa slæm áhrif á rekstur veitingastaða og þar með veikja samkeppnisstöðu þeirra sem sinna ferðaþjónustu. Þetta mun enn frekar auka flækjustig og misferli í skattheimtu. Margt bendir til þess að misrétti sé meira en nokkru sinni fyrr. Þetta endurspeglast til dæmis í því að bankastofnanir ráða nú hvaða fyrirtæki lifa, hver deyja og hvernig þau eru seld eða skuldir afskrifaðar. Bankarnir skipa líka stjórnarmenn. Þau fyrirtæki sem lifa eru síðan mikið undir stjórn ríkisbankanna. Fasteignafélög verða gjaldþrota eða fá afskrifaðar skuldir og geta boðið umtalsvert lægra leiguverð á húsnæði í samkeppni við fyrirtæki sem eru í eðlilegum rekstri. Þannig lenda vel rekin fyrirtæki sem skulda lítið í miklum erfiðleikum. Í viðtali í Kastljósi á fimmtudagskvöld lýsti Styrmir Gunn- arsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, þeirri eindregnu skoðun sinni að færa þyrfti völdin frá flokkunum eða stjórn- málamönnunum til fólksins. Hann hefði mátt predika þetta betur þegar hann var ritstjóri, en það er alveg rétt að fjármunir og völd eru að flytjast í auknum mæli frá fólkinu til ríkisvaldsins og stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins til greiðslu á gífurlegri skuldasöfnun þjóðarinnar. Skattkerfið verður flóknara og stað- greiðslukerfi skatta eyðilagt. Þetta mun dýpka kreppuna og draga kraft og kjark úr fyrirtækjum og einstaklingum. Stjórnvöld boðuðu fyrst óhuggulega miklar skattahækkanir, en hafa nú eitthvað slegið af. Eftir standa samt miklar hækkanir og mun flóknara skattkerfi. Því miður er ekki víst að þjóðin átti sig á því hvað þessar skattkerfisbreytingar eru hættulegar og flóknar. Við þurfum að hafa fullan skilning á því að ekki er hægt að skera allt niður í ríkisrekstrinum og ná þarf jafnvægi á einhverjum árum. En það eru til fleiri leiðir en þessi skattahækkunarleið og þessi skattkerfisbreyting er ekki heillavænleg. Vonandi tekst stjórnmálamönnum í öllum flokkum að vinna saman að því núna að finna betri lausn á vanda þjóðarbúsins. Ef einhvern tíma er þörf á samstöðu þá er það núna. Auknar álögur á atvinnulíf og almenning: Skaðlegar skattahækkanir ÞORKELL SIGURLAUGSSON SKRIFAR Að ákveðnu marki er ný tekjuöflun ríkissjóðs óhjákvæmileg við ríkj-andi aðstæður. Þar hefur ríkisstjórnin rétt fyrir sér. Fram- sóknarflokkurinn virðist að vísu ekki telja hennar þörf. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur á hinn bóginn teflt fram nýjum hugmyndum til umræðu. Þær tillögur eru alls ekki óum- deildar. Einn kostur þeirra er þó sá að þær kollvarpa ekki skattkerf- inu og þeirri meginhugsun sem það byggir á. Annar kostur felst í því að með þeim má að mestu komast hjá neikvæðum áhrifum á atvinnu og verðmætasköpun. Sú leið sem ríkisstjórnin valdi felur í sér að það einfalda stað- greiðslukerfi skatta sem lög- fest var 1987 er eyðilagt. Í stað- inn kemur flók- ið kerfi sem mun færa hluta skattgreiðslna í eftir á uppgjör. Um leið og búið er að gera kerf- ið ógagnsærra. Í ljós mun koma að þörf verður á stöðugum breytingum til þess að rétta hluti af gagnvart einum hópi þetta árið og öðrum það næsta. Annar þáttur tillagna ríkis- stjórnar innar beinist að atvinnu- lífinu. Nú má vitaskuld segja að fyrirtækin eigi að bera sínar byrðar. Við ríkjandi aðstæður er þó mest um vert að þær ráðstaf- anir sem gera þarf stuðli frem- ur að vexti en að draga úr honum. Þó að ríkis stjórnin hafi gefist upp á verstu hugmyndum sínum um fyrir tækjaskatta er ekki unnt að horfa fram hjá neikvæðum áhrif- um á verðmætasköpun. Í ljósi þess að annar stjórnarand- stöðuflokkurinn hefur teflt fram málefnalegum hugmyndum um skattabreytingar er óskiljanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki leitað eftir viðræðum um víðtækari samstöðu. Það sýnir að starfs grundvöllur ríkisstjórnarinnar er verulega til vinstri við þá hugmyndafræði sem býr að baki miðjuhugsun norrænu velferðarhagkerfanna. Hví má ekki leita samstöðu? Fjármálaráðherra hefur sagt að bylta þurfi skattkerfinu fyrir þá sök að gamla kerf-ið sé reist á flötum tekju- skatti frjálshyggjuhagfræðinnar. Fjölmiðlar hafa endurvarpað þess- ari fullyrðingu athugasemdalaust án þess að leita svara við því hvort hún hafi við einhver rök að styðj- ast. Það sem meira er: Engir stjórn- málamenn hafa andmælt henni. Hvernig víkur þessu við í raun og veru? Svarið er skýrt: Það er einfaldlega rangt að núverandi kerfi byggist á því sem kallað er flöt skattlagning. Með því að per- sónuafslátturinn er föst krónutala felst í kerfinu stighækkandi álagn- ing eftir tekjum upp að ákveðnu marki. Segja má að kerfið feli í sér sérstakt skattþrep fyrir hvern skattgreiðanda. Fullyrðing fjármálaráðherra um þetta efni er þar af leiðandi ósönn. Jafnframt liggur fyrir að óþarft er að kollvarpa kerfinu og eyðileggja einfaldleika þess til að ná fram stig- hækkandi skatti eftir tekjum. Hvað þá með frjálshyggjuhag- fræðina? Svarið er þetta: Sú pólit- íska leiðsögn sem embættismenn fjármálaráðuneytisins höfðu 1986 til 1987 var samkomulag þáverandi ríkisstjórnar við Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið. Einn helsti hugsuðurinn var þáverandi hagfræðingur Alþýðusambandsins. Pólitíska leiðsögnin byggðist á víð- tækri málamiðlun og sátt. Staðhæfing fjármálaráðherra um frjálshyggjuhagfræði er lýðskrum af versta tagi og óvirðing í garð þeirra fulltrúa Alþýðusambands- ins sem tóku þátt í stefnumótun- inni á sínum tíma af heiðarleika og trúmennsku gagnvart hagsmunum umbjóðenda sinna. Fjármálaráðherra verður hins vegar að njóta sannmælis. Hann var að því leyti víðsýnni árið 1987 en nú að þá stóð hann og flokkur hans með kerfisbreytingunni. Fyrsta ákvörð- unin um að láta persónuafslátt og barnabætur ekki fylgja lánskjara- vísitölu eins og um var samið við verkalýðshreyfinguna í byrjun var svo tekin af ríkis stjórn sem bæði núverandi fjármálaráðherra og forsætisráðherra sátu í. Þá var ekki minnst á frjálshyggju. Lýðskrum Úr röðum þingmanna VG heyrast nú kröfur um að Alþingi falli frá ákvörðun sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Krafan er rökstudd með tilvísun í skoðanakönnun sem sýnir and- stöðu meirihluta þjóðarinnar við aðild. Hins vegar er látið hjá líða að draga ályktun af hinni niður- stöðunni er sýnir fylgi meirihluta þjóðarinnar við að viðræður fari fram. VG er eini flokkurinn sem er með fyrirvaralausa andstöðu við aðild. Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafa aðild á stefnu- skrám sínum. Sjálfstæðisflokkur- inn tók neikvæða afstöðu varðandi aðild á landsfundi en ályktaði jafn- framt á þá leið að ekki fengist botn í álitaefni er lúta að hagsmunamat- inu nema í aðildarviðræðum. Á þessu stigi snýst kjarni þess- arar deilu einmitt um þetta atriði. Þeir sem eru andvígir aðildinni hafa ekki málefnaleg rök gegn því að staðreyndir verði leiddar í ljós með viðræðum. Þeir sem hlynntir eru aðild verða líka að viðurkenna að endanleg afstaða til þess hvort hún er fær hlýtur að byggja á því að allar staðreyndir er lúta að hags- munamatinu liggi skýrar fyrir. Þeir sem standa vilja vörð um íslenska hagsmuni, og ekki eru andsnúnir vestrænu samstarfi eins og VG, geti trauðla verið á móti því að reynt verði af fullum metnaði að leiða í ljós þær stað- reyndir sem hagsmunamatið snýst um. Mikilvægt er að sem best sam- staða ríki um þá hagsmunagæslu. Á eftir geta menn síðan skipt sér í fylkingar. Viðræður og hagsmunagæsla Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.