Fréttablaðið - 21.11.2009, Qupperneq 22
21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
UMRÆÐAN
Bryndís Hlöðversdóttir
skrifar um rannsóknar-
nefnd Alþingis
Síðustu daga hefur verið nokkur umfjöll-
un í fjölmiðlum um rann-
sóknarnefnd Alþingis og
hlutverk hennar, einkum
þegar kemur að málum sem snú-
ast um ráðherraábyrgð. Formað-
ur nefndarinnar hefur réttilega
dregið fram að hlutverk rannsókn-
arnefndarinnar sé fyrst og fremst
að draga fram staðreyndir máls-
ins, að leita sannleikans um það
sem leiddi til falls íslensku bank-
anna og tengdra atburða, en einn-
ig að meta hvort um mistök eða
vanrækslu hafi verið að ræða við
framkvæmd reglna um fjármála-
starfsemi á Íslandi og eftirlit með
henni og hverjir kunni að bera
ábyrgð á því. Það sé hins vegar
ekki nefndarinnar að meta hvort
ákæra eigi ráðherra, þá þurfi að
koma til kasta Alþingis.
Þetta virðist koma mörgum á
óvart og einnig það að fyrirhug-
að sé að þingmannanefnd vinni úr
skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Af því tilefni tel ég rétt að draga
fram nokkur atriði til skýringar á
hlutverki sérskipaðra rannsókn-
arnefnda og úrvinnslu á skýrslum
þeirra, einkum þegar kemur að
málum sem kunna að snúast um
ráðherraábyrgð. Nánari umfjöll-
un um eftirlitshlutverk þingsins,
ráðherraábyrgð og landsdóm má
finna í skýrslu vinnuhóps for-
sætisnefndar um þingeftirlit á
heimasíðu Alþingis á slóðinni:
http://www.althingi.is/vefur/frett.
html?nfrettnr=1218 .
Rannsóknarvald, ekki ákæruvald
eða dómsvald
Nefndin um rannsókn á efnahags-
hruninu er sérskipuð (ad hoc) opin-
ber rannsóknarnefnd og umboð
hennar og hlutverk takmarkast
af lögum nr. 142/2008 um rann-
sóknina. Aðferðin sem slík, að
þingið (eða ríkisstjórn eftir atvik-
um) skipi nefnd sérfróðra ein-
staklinga til að skýra málsatvik
í viðamiklum málum sem varða
almannahagsmuni, tíðkast víða
og hér á landi hefur þessi aðferð
verið notuð í vaxandi mæli á síð-
ustu árum (Hafskipsmálið 1985,
hlerunarmálið 2006, Breiðavíkur-
málið 2007). Ekki eru til almenn
lög hér um starf slíkra nefnda og
málsmeðferð fyrir þeim og því eru
sett sérstök lög eða þingsályktun
um hverja nefnd.
Í Danmörku voru hins vegar sett
almenn lög um opinberar rann-
sóknarnefndir árið 1999 og í Nor-
egi liggur fyrir tillaga nefndar um
að gera slíkt hið sama. Nefndirnar
hafa ekki dómsvald, þeim er ekki
ætlað að kveða upp úr með sekt
eða sakleysi, enda er það hlutverk
dómstóla. Þeim er ekki heldur falið
ákæruvald eða að taka ákvörðun
um saksókn, það gera ákærendur.
Nefndunum er hins vegar ætlað
að leggja grunn að ákvörðun um
saksókn í viðamiklum málum sem
almenning varða, þar sem hefð-
bundin lögreglurannsókn á ekki
við.
Ástæður þess að hin
hefðbundnu rannsóknar-
úrræði eiga ekki við geta
til dæmis verið að ekki
liggur fyrir hvort brot
hafi verið framið eða að
hverjum grunur beinist
en markmið sakamála-
rannsóknar er að jafn-
aði að staðfesta grun um
refsivert athæfi. Þá getur
verið að grunur beinist að
vanrækslu eða broti hjá yfirvöld-
um lögreglumála eða stjórnvöld-
um og hefðbundin lögreglurann-
sókn sé því ekki trúverðug.
Rannsóknarnefndirnar ljúka
síðan yfirleitt starfi sínu með
því að skila skýrslu sinni til þess
sem um rannsóknina bað (þings
eða ríkisstjórnar), sem vinnur úr
henni og metur hvort ástæða sé til
að grípa til frekari aðgerða.
Úrvinnsla á skýrslu rannsóknar-
nefndar
Ákvörðun um saksókn tekur yfir-
leitt ríkissaksóknari, nema um
embættisbrot ráðherra sé að ræða,
þá er ákvörðunin í höndum þjóð-
þingsins sem hefur ákæruvald í
slíkum málum samkvæmt skýr-
um orðum 14 gr. íslensku stjórnar-
skrárinnar. Í Noregi og Danmörku
hefur verið komið upp fastanefnd-
um innan þingsins til að vinna
úr skýrslum rannsóknarnefnda
en hér á landi er engri tiltekinni
fastanefnd falið þetta hlutverk.
Því hefur verið rætt um að sér-
stök nefnd sé skipuð til að vinna
úr skýrslu rannsóknarnefndar
Alþingis. Henni yrði þá falið það
hlutverk að meta hvort ástæða
væri til frekari aðgerða í kjölfar
skýrslu rannsóknarnefndarinn-
ar og leggja tillögur fyrir þingið
þar um, meðal annars um hvort
ástæða væri til að leggja fram
ákæru gegn ráðherra eða fyrrver-
andi ráðherra. Ef slíkt mál kemur
upp getur þingið eitt tekið ákvörð-
un um hvort ákæra skuli og fyrir
hvað, sbr. 14. gr. stjórnarskrárinn-
ar. Að auki getur rannsókn leitt í
ljós þörf fyrir breytingar á lögum
eða aðrar aðgerðir sem þingið
þyrfti að standa fyrir. Í ljósi þessa
er úrvinnsla á skýrslum rannsókn-
arnefnda jafnan falin þingmanna-
nefndum, sem taka við málinu
eftir hlutlausa rannsókn.
Það fyrirkomulag að fela þing-
mönnum úrvinnslu á skýrslunni er
því í samræmi við það sem þekk-
ist í nágrannalöndum okkar og
það stjórnskipulega hlutverk sem
þingið hefur í slíkum málum.
Höfundur er deildarforseti laga-
deildar Háskólans á Bifröst og
stýrði sérfræðingahópi forsætis-
nefndar um þingeftirlit.
Um hlutverk
rannsóknarnefnda
BRYNDÍS
HLÖÐVERSDÓTTIR
Það fyrirkomulag að fela þing-
mönnum úrvinnslu á skýrsl-
unni er því í samræmi við það
sem þekkist í nágrannalöndum
okkar og það stjórnskipulega
hlutverk sem þingið hefur í
slíkum málum.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
VITA er í eigu Icelandair Group.
VITA er lífið
VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 GROUP
Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
V
IT
4
73
29
0
9/
09
Við vildum að farþegum liði eins og þeir væru heima hjá sér
þegar við settum ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi í flugflota
Icelandair. Hver farþegi hefur sinn eigin skjá þar sem er í boði
án endurgjalds fjölbreytt úrval af kvikmyndum, vinsælum
sjónvarpsþáttum, tónlist og tölvuleikjum. Hver og einn velur
sína eigin dagskrá og getur auk þess sótt upplýsingar um
flugferðina sjálfa og margt fleira.
Beint morgunflug,
glæsilegur flugkostur.
Hjá VITA eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar
keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast
þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins.
Auk þess getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni
um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum.
Þú getur notað
Vildarpunktana
hjá okkur
Verð frá 39.900 kr. *
og 15.000 Vildarpunktar
Verð frá 19.900 kr. *
Eingöngu flug
24. nóv. – 19. des.
* Verð án Vildarpunkta 49.900 kr.
* Ekki hægt að nota Vildarpunkta.
Innifalið: flug og flugvallarskattar.
Ótrúlegt verð!
Flug fram og til baka
Flug aðra leið
Verð frá 55.900 kr. *
og 15.000 Vildarpunktar
Lukkulíf VITA
24. nóv. – 19. des.
Á mann miðað við 2 í íbúð/herbergi.
* Verð án Vildarpunkta 65.900 kr. Innifalið: flug,
flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Í Lukkulífi VITA bókar þú þig í ferð og
færð að vita skömmu fyrir brottför á
hvaða gististað þú lendir.
Ótrúlegt verð!
Undir 2.500 kr. dagurinn
Birt með fyrirvara um prentvillur.
Kanarí í vetur
VITA – ný ferðaskrifstofa á traustum grunni
Flug til Kanarí 24. nóv.
frá 19.900 kr.
Nokkur sæti laus
í jólaferðina
19.des. - 2.jan.
LEIÐIN FRAM Á VIÐ
– tækifæri í nýju efnahagsumhverfi
*
*
Kennarar og nemendur verða á staðnum – tilbúnir til að ræða um nám, kennslu og
rannsóknir við deildina. Kynntu þér grunnnám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
, lektor við viðskiptadeild HR, heldur erindi í
Háskólanum í Reykjavík um leiðina fram á við og þau tækifæri sem
gefast í nýju efnahagsumhverfi
, 3. hæð, Ofanleiti 2.
ALLIR VELKOMNIR!