Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 32

Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 32
V ið erum í gleðiham,“ segir Svava Johansen, forstjóri tískuvöruverslanakeðj- unnar NTC. Á sama tíma og fjöldi fyrirtækja stend- ur höllum fæti opnaði Svava ásamt manni sínum fyrstu versl- unina undir merkjum Gallerís Sautján í Smáralind í fyrradag. Hún sagðist þreytt eftir stanslausa vinnu og svefnlausar nætur til að opna verslunina á réttum tíma. Á sama tíma var hún glöð og þakklát en 2.300 gestir voru viðstaddir opnunina. Verslunin er sex hundruð fermetrar að flatarmáli auk hundrað fermetra skó- verslunar undir merkjum Focus, sem sömuleiðis er hluti af NTC-keðjunni. „Það er alltaf spennandi að opna nýja verslun,“ segir Svava og bendir á að þessi nýja sé ólík öðrum að því leyti að verðflokkar eru dreifðari, dýrari vörur innan um ódýrari. Gæðin séu ætíð hin sömu. Í Smáralind var NTC með fyrir fjór- ar verslanir undir ýmsum merkjum auk tvö hundruð fermetra rýmis í Deben- hams. Nýja verslunin er jafnframt sú tuttugasta, sem NTC opnar á Íslandi. Með tvö hundruð í vinnu Hjá NTC starfa í kringum 180 manns að jafnaði og er gert ráð fyrir að á bil- inu fimmtán til tuttugu starfsmenn bætist við í nýju verslunina í komandi jólavertíð. Það hljómar vissulega einkennilega að opna nýja verslun í því efnahagsástandi sem nú ríkir hér. Svava segir mikilvægt að halda hjólunum gangandi þrátt fyrir þrengingarnar. „Þetta er eins og hvert annað verkefni. Mér finnst gaman að slíku. Svo er alltaf spennandi að synda á móti öldurótinu,“ bendir hún á. Svava segir mikilvægt að muna eftir fyrri niðursveiflum í efnahags- og atvinnulífinu þegar illa árar. Öðruvísi verði ekki komist í gegnum kreppuna. „Maður finnur óneitanlega fyrir nostalgíu,“ segir hún. „Ég hef verið í Svava syndir á móti öldurótinu NTC er stórhuga við erfiðar aðstæður og hefur opnað tuttugustu verslunina. Svava Johansen forstjóri segir í samtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson mikilvægt að láta neikvæða umræðu ekki hafa áhrif á sig. Hún segir erlenda birgja sýna íslenskum fyrirtækjum skilning og veiti þeim sem þeir hafi átt góð tengsl við í gegnum tíðina betri greiðsluskilmála en áður. NÝJA VERSLUNIN Svava Johansen segir að þótt ýmislegt hafi farið miður í efnahags- og viðskiptalífinu sé mikilvægt að horfa fram á veginn. „Við komumst í gegnum þetta öll saman ef við erum nógu jákvæð,” segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON þessu lengi og man eftir tveimur djúp- um sveiflum þótt þær hafi ekki verið jafn djúpar og þessi. Árið 1992 var mjög erfitt. Það endurtók sig árin 2001 og 2002. Það er nauðsynlegt að rifja upp hvernig maður tók á málunum þá og setja sig í sama gír. Auðvitað er þetta mjög sérstakt. En það er hollt að hafa farið í gegnum svona þrengingar áður. Mikilvægasta atriðið er að vinna sig eins hratt út úr þessu og maður getur í stað þess að hjakka í því sama. Það gerir ástandið aðeins erfiðara.“ Gengishrun litar bókhaldið Þrátt fyrir stórhuga framkvæmdir sýn- ist fjárhagsstaða NTC óburðug sam- kvæmt síðasta ársreikningi félagsins. Reikningurinn dregur upp skýra mynd af hruninu sem hér hefur orðið. Tískuvörukeðjan tapaði 434 millj- ónum króna í fyrra samanborið við rúmar 89 milljóna hagnað árið á undan. Þrátt fyrir það hækka flestir tekjulið- ir og jókst rekstrarhagnaður um tæp fimmtán prósent milli ára. Neikvæðustu liðirnir í bókhaldinu eru stóraukin fjármagnsgjöld, sem juk- ust um rúm þúsund prósent á milli ára við gengishrun krónunnar. Það kemur illa við félög á borð við NTC en tæp níu- tíu prósent skulda félagsins, einn millj- arður króna, eru erlend myntkörfulán. Í ársreikningi félagsins við lok síð- asta árs kemur fram að skuldir nemi 829 milljónum króna umfram peninga- legar eignir og sé bókfært eigið fé nei- kvætt um 319 milljónir króna. Þá er eiginfjárhlutfall neikvætt um 23,2 pró- sent samanborið við sextán prósent jákvætt hlutfall í lok árs 2007. Endur- skoðandi segir því vafa leika á framtíð- arrekstrarhæfi NTC og séu forsendur áframhaldandi rekstrar þær að félag- inu takist að standa við skuldbindingar sínar. Stærstur hluti myntkörfulána NTC er á gjalddaga á þessu og næsta ári samkvæmt ársreikningi. Þau voru að mestu tekin árið 2005, í kjölfar skilnaðar hennar og Bolla Kristinsson- ar en Svava keypti hans hluta rekstr- arins. „Bankarnir lögðu þetta til. Auðvitað tekur maður sjálfur ákvörð- unina á endanum og því ekki hægt að kenna öðrum um. En það var mun hag- kvæmara á árunum 2005 til 2008 að taka svona lán þegar gengi krónunn- ar var hvað sterkast,“ segir Svava og bætir við að lánið sé skammtímalán að hámarki til tuttugu ára með veði í veltufjármunum (vörum og kröfum). Það er framlengt tvisvar á ári. Svövu segist sér leiðast að vasast sé í ársreikningum fyrirtækja í fínum málum. Afborganir lána séu ekki áhyggjuefni hjá NTC enda félagið í skilum með allt sitt. Þá hafi viðskipta- banki fyrirtækisins aldrei gert athuga- semdir við stöðuna. „Umræðan er orðin svo ljót og útbreidd langt út fyrir sviðið og margt sett undir sama hatt. Þar er bakari hengdur fyrir smið,“ segir hún. „Ársreikningur okkar er barn síns tíma. Við höfum ekki fjárfest í hluta- bréfum og ekki verið í útrás. Staðreynd- in er sú að við höfum náð hagræðingu í innkaupum. Við eigum langa viðskipta- sögu og erum í heilbrigðum og rótgrón- um rekstri, sem stendur vel undir sér. Fyrirtæki erlendis hafa sýnt því skiln- ing hvernig komið er fyrir Íslending- um. „Þegar maður hefur verið í rekstri í kringum tuttugu ár þá þekkja erlend- ir birgjar mann og eru viljugri til að hjálpa til þegar illa árar eins og núna, sérstaklega þeim sem eru í skilum. Við höfum því fengið betri greiðsluskilmála erlendis en áður,“ segir hún. Ekki sogast í neikvæðnina Svava segir að þótt aðstæður séu erf- iðar nú megi ekki horfa einungis á það sem miður hefur farið. „Við vitum að margt er að og óþarfi að fegra það. En vissir þættir eru í lagi og mikilvægt að benda á það. Við komumst í gegn- um þetta öll saman ef við erum nógu jákvæð og látum ástandið ekki ná okkur. En við megum ekki láta ástandið ná tökum á okkur. Þá er hætt við að við sogumst inn í það. Ef það gerist höfum við enga orku til að vinna okkur upp úr þessu,“ segir Svava Johansen. Við kom- umst í gegn- um þetta öll saman ef við erum nógu jákvæð og látum ástandið ekki ná okk- ur. En við megum ekki láta ástandið ná tökum á okkur. NÝJA VERSLUNIN Verslun Gallerís Sautján er tuttugasta verslun NTC á Íslandi að meðtaldri deild innan Debenhams. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í rúm þrjátíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.