Fréttablaðið - 21.11.2009, Side 42

Fréttablaðið - 21.11.2009, Side 42
42 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR MEIRI TÍMI Þ að er mjög margt gott við kreppuna. Fólk er farið að hugsa mun betur um sjálft sig. Maður finnur það í líkamsræktinni, fólk virðist hafa meiri tíma og mætir betur. Það snýst ekki allt um vinnu og pen- inga lengur. Fólk er farið að leita inn á við og rækta vina- og fjölskylduböndin. Fólk talar meira saman. Fólk notar líka eigin hugmynda- auðgi meira og listin blómstrar. Mér sýnist vera betri mæting á viðburði og fólk almennt fara meira út en áður. Sjálf fékk ég mér labrador-hund af því ég hafði loksins tíma til að sinna gæludýri.“ Unnur Pálmarsdóttir, gæðastjóri í Sporthúsinu. AÐ SÆTTA SIG VIÐ UPPRUNANN E itt af jákvæðum eftirmálum banka-hrunsins er að ekki hefur enn verið reist verslunarmiðstöð á horni Laugavegs og Klappar- stígs. Í staðinn mun rísa þar lítill jólamarkaður í desember sem ég er spenntur að skoða. Hótelið sem átti að rísa við hlið Tónlistar- hússins hefur sem betur fer ekki risið enn og það er hætt við flutninginn á húsunum við Ing- ólfstorg, einnig með tilheyrandi hóteli. Það er eins og miðbærinn sé að rísa úr öskunni líkt og fuglinn Fönix, því um allt hafa sprottið upp litlir súpustaðir og Eymundsson hefur tekið við fyrrum húsnæði SPRON og er orðið nýtt bókmenntahjarta miðborgar- innar þar sem hægt er að lepja kaffi og skoða mannlífið í 360 gráður út um glugga bóksölunnar. Það er jákvætt að kannski erum við loksins búin að sætta okkur við uppruna okkar og skilja að við séum lítið samfélag með litlar kröfur um glerhallir og glannaskap. Kórónan á jákvæðum eftirmálum endurreisnarinnar er svo tilvonandi endurkoma fiskabúrsins í Vesturbæjarlaug.“ Gunnlaugur Egilsson dansari. HEIÐMÖRK ER PARADÍS Þ að jákvæða við kreppuna er að maður er gjörsamlega búinn að missa áhuga á að sanka að sér hlutum og kaupa einskis nýta hluti sem aftur kemur sér ef til vill illa fyrir kaupmenn. Því má segja að þessi tilhneiging til að eignast nýja glossið í hvert sinn frá Mac sé búin að víkja fyrir öðrum merkilegri gildum og á þetta við um bækur, föt og annað enda er hætt að flytja inn sumar vörur og því sjálfgert að vera án þeirra. Nú þegar bensínverð hefur hækkað og dýrara að ferðast um landið, er gaman að sjá allan þann fjölda sem leggur leið sín í Heiðmörk um helgar enda paradís fyrir okkur sem búum á Reykjavíkursvæðinu. Ég veit þó ekki hvort fólk er búið að þjappa sér betur saman almennt. Mér sýnist umferðarmenningunni hraka stöðugt og vona að það endurspegli ekki sálarheill eða siðferði þjóðarinnar.“ Ragnheiður Elín Clausen, nemi og fyrrverandi þula. MINNI EINKAÞOTUUMFERÐ E itt mjög gott við kreppuna er að nú meikar retro-tískan á götunum loks einhvern sens og er hætt að vera til-gerðarleg. Partíin og matarboðin eru orðin lengri og betri því það er ódýr- ara að djamma heima. Einkaþotuumferðin hefur minnkað en gnýrinn í miðbænum gat orðið þreytandi seinnipartinn þegar fólk var að tínast heim úr vinnu frá meginlandi Evrópu. Sennilega eiga líka eftir að koma góðar kvikmyndir út úr kreppunni. Myndir sem eru gerðar fyrir lítinn pening og byggja á góðum handritum. Það eru bestu myndirnar jafnt í góðæri sem hallæri. Og það er almennt meiri samkennd á meðal fólks. Það hefur líka alltaf farið Íslendingum ágætlega að vera undir og eiga við ofurefli að etja. Þá gerast oft óvæntir og fallegir hlutir.“ Huldar Breiðfjörð rithöfundur. ÍSHOKKÍ ER SNILLD Hvað er gott í kreppunni? Í meira en ár erum við búin að vera djúpt sokkin í kreppu. Á sama tíma hefur margt jákvætt, gott og skemmtilegt gerst og breyst til batnaðar. Tíu Íslendingar lögðu hausinn í bleyti, reyndu að rífa sig upp úr barlóminum og fundu út hvað þeim finnst gott í kreppunni. GOTT VATN, FLOTT LANDSLAG Þ að eina sem er jákvætt er að við eigum enn þá gott vatn og flott landslag, þótt við séum reyndar alveg á milljón að eyðileggja það eins og við getum. Svo eigum við virkilega góða listamenn á öllum sviðum. Öll list í landinu er jákvæð. Annars er erfitt að vera jákvæður þegar maður hlustar á fréttir. Allt virðist vera á niðurleið. Það er svakalegt að menn rústi efnahag og orðspor heillar þjóðar og fái svo bara að ganga í burtu eða kaupa gömlu fyrirtækin aftur fyrir slikk.“ Valdís Óskarsdóttir leikstjóri. BÓNUS STÆKKAÐI M aður sér að fólk er miklu meira að spá í innlenda framleiðslu og við í hljómsveitinni sáum að við yrðum að klára plötuna. Það vaknaði miklu meiri metnaður hjá okkur til að kynna plötuna í útlöndum og það er margt að gerast varðandi það. Svo byrjaði ég í skóla, fór í sálfræði í Háskóla Íslands, en hefði nú svo sem gert það hvort sem var. Annars á ég engan pening og eyði eiginlega engu nema í Bónus. Ég versla yfirleitt í Bónus á Laugavegi og þar er búið að stækka og bæta. Þess vegna er það líklega bara það jákvæðasta sem hefur gerst í kreppunni!“ Lilja Kristín Jónsdóttir, söngkona í Bloodgroup. M ér finnst mjög jákvætt að McDonald‘s sé farinn. Ég held að Íslendingar eigi eftir að grennast gífurlega. Annars finnst mér það frá- bærasta og jákvæðasta á landinu í dag að hér sé stundað íshokkí. Það er algjör snilld. Ég gerðist nýlega markvörður hjá B-liði Skautafélags Reykjavíkur. Kílóin svoleiðis hrynja af manni enda er þetta ein erfiðasta staðan í hópíþróttum.“ Bjarni „töframaður“ Baldvinsson. MIÐBÆRINN LIFNAR VIÐ Í KREPPUNNI Nýir veitingastaðir, kaffihús og verslanir hafa sprottið upp á Laugaveginum og nágrenni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.