Fréttablaðið - 21.11.2009, Side 50

Fréttablaðið - 21.11.2009, Side 50
„Íslensku jólasveinarnir eru bara svo skemmtilegir og svo miklu meiri persónuleikar en þessi rauði, breski,“ segir Brian, sem sjálfur er frá Bretlandi, og brosir. Hann er nú að gefa út bókina Jólasvein- arnir 13; hefur áður gefið út bók um jólasveinana en segir þessa ekki vera framhald. „Það er hægt að nálgast íslensku jólasveinana á svo margan hátt, en þessi er fyrir alla aldurshópa og er bæði skrif- uð á íslensku og ensku,“ segir höf- undurinn, sem er handviss um að útrás jólasveinanna hefjist nú fyrir alvöru. Jólasveinar Pilkingtons eru afskaplega kátir og ljóst að krepp- an hefur ekkert farið illa með þá. „Nei, nei, þeir þurftu ekki einu sinni að borga leigu í hellunum í fjöllunum. Þeir eru líka góðir bræður þótt þeir hafi stundum gaman af því að ýta í nefið hver á öðrum en það er allt í lagi enda ekkert sárt.“ Brian segir að það sé sérstaklega skemmtilegt að lesa þessa bók fyrir börn enda hafi hann haft þau sérstaklega í huga þegar hann skrifaði bókina, og þá á hann við börn á öllum aldri. „Í bók- inni er tekinn fyrir hver og einn einasti jólasveinn, sagt frá sögu hans og skapgerð, hvenær hann kemur til byggða og hvað honum finnst gott. Það síðastnefnda gæti verið gott fyrir börn að vita og lauma svolitlu af því í skóinn til þess að freista þ e s s a ð blíðka jóla- sveininn í þeirri von að fá meira í skóinn.“ Í þessari lærdómsbók er líka enn eitt skemmtilegt en í henni geta börn og fullorðnir lært að stafa GLEÐILEG JÓL með fingrastaf- rófi. En hver skyldi vera uppáhalds- jólasveinn Brians? „Ég get ekki svarað því,“ segir hann eftir langa umhugsun, „Mér finnst þeir allir svo frábærir, Ég held að ég sé bara að breytast í jólasvein!“ unnur@frettabladid.is Er að breytast í jólasvein Brian Pilkington, teiknari og rithöfundur, er einlægur aðdáandi íslensku jólasveinanna og getur ekki gert upp á milli þeirra. Hann gefur út nýja bók um þá bræður fyrir jólin auk annarrar sem fjallar um tröll. Brian finnst íslensku jóla- sveinarnir búa yfir miklum persónuleika. Bókakápa hinnar nýju bókar Brians. Hann teiknar einnig myndir við aðra nýja bók sem kallast Tröllagleði en þar er textinn eftir Steinar Berg. Jólasveinar Brians Pilkington eru kátir karlar og láta kreppuna lítið á sig fá. JÓLAGESTIR BJÖRGVINS er nafn á mynd- og hljómdiski sem gefinn hefur verið út. Um er að ræða upptökur af jólatónleikum Björgvins Halldórssonar 2008. Á upplestrarkvöldinu sunnudaginn 22. nóvember verður boðið upp á kynningu og lestur úr nýjum bókum í bland við notalega tónlist. Ragna Sigurðardóttir mun lesa úr skáldsögu sinni Hið fullkomna landslag, Inga Dóra Björnsdóttir kynnir ævisögu Ásu Guðmundsdóttur Wright – Kona þriggja eyja, Jónína Leósdóttir les úr bók sinni Ég & þú og Einar Már Guðmundsson kynnir Hvítu bókina sína. Þá les Silja Aðalsteinsdóttir úr skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Karlsvagninum, og sérlegur leynigestur mun taka að sér að lesa upp úr nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, Svörtuloftum. Kynnir á upplestrarkvöldunum er tónlistarmaðurinn Svavar Knútur. Dagskráin hefst klukkan 20 og er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Leynigestur les Svörtuloft Arnalds LJÁÐU MÉR EYRA KALLAST UPPLESTRARKVÖLD Á KAFFIHÚSINU ROSENBERG VIÐ KLAPPARSTÍG SEM FORLAGIÐ EFNIR TIL Á SUNNUDAG. Nýkomið mikið úrval af kuldaskóm og stígvélum. Vandaðir dömuskór úr leðri, flísfóðraðir litir: brúnt og svart stærðir: 36 - 42 Verð: 18.750.- Flottir kuldaskór úr leðri, loðfóðraðir. litir: rautt og svart stærðir: 36 - 42 Verð: 18.750.- Þægilegir dömuskór úr leðri, flísfóðraðir. litir: brúnt og svart Stærðir. 36 - 42 Verð: 17.500.- Jólafötin komin fyrir stráka. Stærðir 0-14 ára Laugavegi 87 • sími: 511-2004 Brúðargjöfi n í ár! Dún og Fiður Hlýjar jólagjafi r í ár Dún i ur Hafnarfjörður - jólafundur Hringsins Jólafundur Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfi rði, verður haldinn þann 1. desember kl. 18 í Fjörugarðinum. Happdrætti og skemmtiatriði. Miðasala verður n.k. mánudag milli kl. 5 og 7 í Firði (við Kaffi Aroma). Verð kr. 5.000. Stjórnin. NETHYL 2, SÍMI 5870600, WWW.TOMSTUNDAHUSID.IS FJARSTÝRÐIR BÍLAR FYRIR ALLA ALDURSHÓPA Í ÚRVALI.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.