Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 71
LAUGARDAGUR 21. nóvember 2009
LAUGAVEGURINN ROKKAR
Þ að jákvæða finnst mér vera þessi gígantíska aukning í verslun útlendinga á
Íslandi. Maður finnur rosaleg-
an mun á Laugaveginum en
það virðist sem útlendingar
versli minna í mollunum.
Það er alltaf verið að tala
illa um Laugaveginn en mér
finnst hann gjörsamlega vera
að rokka þessa dagana. Ef
þú gengur niður Laugaveginn er fullt af vönduðum búðum og mun minna af
auðu rými en oft áður.“
Björn Ólafsson í versluninni Brim.
DÁSAMLEGIR TÍMAR Í
MENNINGUNNI
Þ að jákvæða við kreppuna hér á Ísafirði er að mun fleiri sækja nú leikhús og tónleika, með
þeim snilldar afleiðingum að við
fáum fleiri listamenn í heim-
sókn. Það er líka mikil vakning í
lista- og menningarlífinu hér og
hver einasti spilandi maður er í
það minnsta í tveim hljómsveitum.
Kómedíuleikhúsið sem var alltaf
einleikja leikhús – enda bara einn
lærður leikari í bænum – hefur
stækkað við sig og býður nú upp
á sýningar með tveimur leikurum.
Við upplifum því dásamlega tíma
í endalausum menningarviðburð-
um, myndlistarsýningum, tónleik-
um, leikritum, söngsýningum og
böllum. Eini vandinn hér er þegar
valfrelsiskvíðinn hellist yfir okkur.“
Matthildur Helgadóttir, framkvæmdastjóri á Ísafirði.
KAFFISMIÐJAN OG
TÓNLISTARLÍFIÐ BLÓMSTRAR
O pnun Gogoyoko-síðunnar var mjög jákvæð. Frábært framtak. Kaffihúsið Kaffismiðjan á
Kárastíg var opnað í desember.
Kaffismiðjan er í fúlustu alvöru
með kaffi sem er svo gott að það
fékk mig til að sjá lífið í nýju ljósi.
Ef ég fer eitthvert annað reynir
sálin í mér að komast út úr lík-
amanum til að drekka kaffi þar.
Einnig virðist íslenskt tónlistar líf
blómstra í kjölfarið af skorti af
innfluttum tónlistarmönnum.
Það er mjög jákvætt líka.“
Sævar Daníel Kolandavelu,
Poetrix, rappari.