Fréttablaðið - 21.11.2009, Síða 73

Fréttablaðið - 21.11.2009, Síða 73
LAUGARDAGUR 21. nóvember 2009 45 „Þú sem hefur ferðazt um fjallið í brjósti mínu/og veizt allar leiðir þess/segðu það eingum.“ Ég hef verið hugfanginn af ljóðaheimi Þorsteins í rúmlega tuttugu ár, eða frá því ég tók Tannfé handa nýjum heimi á bókasafninu í Keflavík ein- hvern tíma á níunda áratugnum. Þorsteinn er eitt þeirra skálda, og þau eru ekki mörg, sem fara með lesandann alveg upp að kjarnan- um. Það er eins og hann þekki fjallið í brjósti mannsins, viti allar leiðir þess, hvað það er torsótt, hvað það er myrkt en viðkvæmt. Hann getur verið dulur í skáld- skapnum, velur stundum orð sem eru eins og ættuð úr öðrum tíma, en undir er alltaf hiti, skaphiti, hiti lífsins, og leit, áköf leit eftir ham- ingju, leit að hamingju manns- ins. Þorsteinn er skáld sem spyr mikilvægra spurninga og notar ævafornar aðferðir í bland við nýjar, ljóðin hans eru tímalaus en órói, fegurð og feigð samtímans titrar í þeim öllum. Bréf til Kristsjáns Og um myrkrið í hjartanu hefur margur freistazt að kveða; en það er ekki það – nei, ekki endilega það: heldur misvísandi vegir slóttug kjörr og jafnvel oftar en hitt sindrandi sólskin á þeim stéttum sem gáfu fyrirheit um forsælu. Og heitt. Svo heitt að menn gefa upp gönguna við fyrsta horn sé þar beini í boði og gleyma gleyma um sinn í hvers brjóst var hafin svo þorstlát vegferð. Úr Vatns götur og blóðs (1989). JÓN KALMAN STEFÁNSSON Órói, fegurð og feigð samtímans Þorsteinn frá Hamri er töffari. Eða þannig upplifi ég hann. Maður kemur að höfundum með alls konar hætti og fyrir alls kyns tilviljanir. Ég uppgötvaði hann sem barn. Á heimili afa míns og ömmu á Akureyri var mikið bókasafn fullt af þjóðlegum fróðleik, ævisögum, þjóðsögum og ævintýrum og svo var barnabókahilla með gömlum barnabókum í bland við nýrri sem maður las upp til agna. Þar var meðal annars bók um Hróa hött með miklum þjóðfélagslegum boðskap sem mér þótti varið í. Svo var í þessari hillu fyrir slysni skáld- saga eftir Þorstein frá Hamri sem heitir Haust í Skírisskógi og var með mynd af Hróa hetti framan á, Hróa hetti sem vörumerki utan af hveitipokum. Þessa bók fór ég að lesa. Þetta var skrýtnasta bók sem ég hafði nokkru sinni lesið en ég böðlaðist í gegnum hana. Ég hafði lesið svolítið í Íslendingasögum og gat tengt mig við þær en þetta var eitthvað allt annað og frekar eins og verið væri að gera hálfpartinn stólpagrín að öllu sem tilheyrir þjóð- ararfi. Það var erfitt að henda reiður á sögunni og ekkert fast í hendi, bókin á einhvern hátt tímavillt og heimavillt, hugmyndaheimur henn- ar úr einhverri fjarlægri framtíð og löngu liðinni fortíð í senn. Síðan uppgötvaði ég ljóðin hans. Þorsteinn er af kynslóð skálda sem létu það ekkert þvælast fyrir sér að nota þjóðlegar aðferðir í bland við nýjungar að vild, ekki útlendingur með sama hætti og atómskáldin. Hann er beittur höfundur og býður ekki upp á neinar ódýrar lausnir, oft rammpólitískur og alltaf krítískur og ekkert er jafn fjarri þessum textum en skáldmærð og værð, grunnar sannfæringar eða andvaraleysi. Hann er í senn eldforn og ofurnútímalegur höfundur, upplifði heim sem maður kannski rétt náði í skottið á og hefur einstakt næmi fyrir samtíma sínum, oft algert ofnæmi, og frábær tök á tungutaki allra tíma. Það er sama hvar gripið er niður í gríðarmikið höfundarverk Þorsteins, hann hefur alltaf eitthvað fram að færa og ég gríp með reglulegu millibili fram bók eftir hann og seilist í einhverja hálf- munaða línu. Hann á svo sannarlega skilið að fá Jónasarverðlaunin og, já, þótt fyrr hefði verið. Þorsteinn er töffari. HERMANN STEFÁNSSON Eldforn og ofurnútímalegur Við týnumst Við týnumst göngum á fjörur og finnum okkur sjálfa í tætlum. Til að glatast svona þarf ekki stríð ekki umferðarslys ekki vegvillu varla vín – hið ósagða nægir. Og við erum lengi að koma okkur í samt lag – en að því mun samt að eilífu stefnt. Þó erum við í hvert sinn vissir um að enn munum við týnast, og að þegar við loks finnum okkur á ný verðum við hroðalega leiknir. úr Jórvík (1967) Auglýsingasími – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.