Fréttablaðið - 21.11.2009, Side 74

Fréttablaðið - 21.11.2009, Side 74
46 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Þ egar ég var stelpa átti ég læðu sem var mikill veiðiköttur. Einn daginn kom kött- urinn inn með mús og fór að leika sér að henni. Hann gerði inn á milli hlé á leiknum og þá reyndi músin að komast í burtu en kötturinn náði henni jafnharðan aftur. Eftir margar til- raunir músarinnar til undankomu gerði hún allt í einu það sem mér hefur verið minnistætt síðan. Hún hljóp í burtu en stoppaði síðan, sneri við og skreið skjálfandi í hálsakot kattarins. Kisan mín beið róleg smá stund og beit síðan höfuðið af músinni,“ segir Magnea Marinós- dóttir, varaformaður UNIFEM á Íslandi. „Leikur kattarins að músinni er svo táknrænn fyrir þann sem valdið hefur annars vegar og hinn kúgaða hins vegar,“ heldur Magnea áfram og bætir við. „Í sam- félagi þar sem karlmenn hafa völdin eru konur upp á náð og miskunn þeirra komnar. Þeir hafa völdin til að hlífa konum eða beita valdi sínu gegn þeim. Og eins og með köttinn og músina þá þurfa konur í mörgum tilvik- um að leita skjóls hjá þeim sem kúgar þær, sem er ekki staða frjálsborinnar manneskju heldur þræls. Karl- menn sem þjóðfélagshópur hafa sögulega ekki tekið vel í það að deila völdum með konum. Starf UNIFEM gengur út á það í stuttu máli að veita faglega og fjár- hagslega aðstoð við að losa konur sem þjóðafélagshóp undan oki misréttis og kúgunar á öllum sviðum.“ Magnea lagði stund á nám í alþjóðastjórnmálafræði og meðan á náminu stóð hlaut hún styrk til að vinna rannsókn á aðgerðum til að stemma stigu við ofbeldi gegn konum í flóttamannabúðum í Tansaníu. Hún hefur einnig starfað fyrir Friðargæslu Íslands í Afganistan. „Það var ekki síst eftir reynslu mína þaðan sem að ég ákvað að ganga til liðs við UNIFEM á Íslandi. Það er mín leið til að láta gott af mér leiða.“ Þróunarsjóður í þágu kvenna UNIFEM var stofnað árið 1976 í kjölfar fyrstu heims- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna og Magnea bendir á að það sé sama ár og jafnréttislög voru sett á Íslandi. UNIFEM er þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna. „Í upphafi var ráðgert að sjóðurinn starf- aði í tíu ár eða á kvennaáratug SÞ sem stóð frá 1975 til 1985. Undir lok þess tímabils þótti ljóst að tekist hefði með takmörkuðum fjármagni að auka þekkingu og skilning á málefnum kvenna, stuðla að bættum lífs- kjörum þeirra og auknum réttindum. Þess vegna var ákveðið að halda starfsemi sjóðsins áfram enda þörfin enn fyrir hendi.“ Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er grunnstoðin í starfi UNIFEM um allan heim. „Samningurinn er eins og nafnið gefur til kynna mannréttindasamningur sem skuldbindur aðildarríki SÞ til að afnema mismunun og uppræta misrétti gagnvart konum.“ UNIFEM fer með umboð Sameinuðu þjóðanna til að vinna að jafnrétti kynjanna og stuðla að því að stefnumótun í þróunar- starfi taki mið af jafnréttissjónarmiðum og réttindum kvenna í samræmi við alþjóðleg markmið.“ Barist gegn kynbundnu ofbeldi UNIFEM styður verkefni í um 80 þróunarlöndum og stríðshrjáðum svæðum. Allt starf UNIFEM er fjár- magnað með frjálsum framlögum. Hæstu framlögin koma frá aðildaríkjum Sameinuðu þjóðanna en fjármagn sem landsfélög UNIFEM afla renna einn- ig til þróunarsjóðsins. „Sjóðurinn hefur endurtekið verið útnefndur best rekni þróunarsjóðurinn innan Sameinuðu þjóðanna,“ segir Magnea en við útnefning- una er horft til fjármálastjórnunar stofnunarinnar og skilvirkni þróunarverkefna á hennar vegum. Frá 1985 hefur UNIFEM beint kröftum sínum sér- staklega að því að uppræta ofbeldi gegn konum sem hamlar allri eðlilegri virkni og þátttöku kvenna í samfélögum sínum. „Kona sem er beitt ofbeldi er eins og fiðrildi sem í stað þess að breiða úr vængjunum og fljúga er fast í púpunni,“ segir Magnea og bætir við. „UNIFEM hefur það hlutverk að veita meðbyr. Í raun hefur UNIFEM sama hlutverk og súrefni fyrir eld. Starf UNIFEM heldur lífi í eldmóði þeirra kvenna sem í sínum heimalöndum eru að vinna að betri heimi fyrir sig og framtíðarkynslóðir. Mjög gott dæmi er frá Líberíu. Þar hefur UNIFEM stutt kvenréttinda- og friðarsamtök kvenna. Fjölbreytt starf Landsnefndir UNIFEM starfa nú í 16 löndum. Mark- mið landsnefndanna er tvíþætt. Í fyrsta lagi að vekja athygli á hlutskipti og réttindastöðu kvenna í þróunar- löndum og stríðshrjáðum svæðum og starfi UNIFEM í þágu kvenna. Í öðru lagi að afla fjár til starfs UNI- FEM og hvetja ríkisstjórnir sínar til að styðja við starf UNIFEM. „Ríkisstjórn Íslands hefur til dæmis marg- faldað framlag sitt til UNIFEM frá árinu 2003. Einnig hefur UNIFEM á Íslandi verið með samstarfssamn- ing við utanríkisráðuneytið síðan árið 2005. UNIFEM sér meðal annars um fræðslu fyrir friðargæsluliða á vegum Íslands um kynjasjónarmið og ályktanir örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi.“ Allt starf í þágu UNIFEM á Íslandi er unnið í sjálf- boðavinnu. Konurnar sem þar starfa vinna því óeigin- gjarnt starf í þágu systra sinna í fjarlægum löndum. Dæmi um starfsemi UNIFEM á Ísland eru árlegur morgunverðarfundur 25. nóvember, opið hús á menn- ingarnótt í Reykjavík, UNIFEM umræður sem eru fyrsta laugardag hvers mánaðar, Fiðrildavikan sem var haldin árið 2008 og Systralagið sem var ýtt úr vör í upp- hafi þessa árs. Verkefnin fram undan eru því næg. Hættulegasta barátta í heimi Landsnefnd UNIFEM fagnar tuttugu ára afmæli í næsta mánuði. Magnea Marinósdóttir, varaformaður samtakanna, fræddi Steinunni Stefánsdóttur um kjör kvenna, verkefni UNIFEM nær og fjær og markmið UNIFEM. MAGNEA MARINÓSDÓTTIR Magnea hlaut á námsárum sínum styrk til að vinna rannsókn á aðgerðum til að stemma stigu við ofbeldi gegn konum í flóttamannabúðum í Tansaníu. Síðar vann hún fyrir Friðargæslu Íslands í Afganistan. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR UNIFEM SKILTI Í LÍBERÍU Á skiltinu eru karlmenn hvattir til að láta af ofbeldi gagnvart konum. MYND/CHRISTOPHER HERWIG FIÐRILDAÁHRIF Í LÍBERÍU OG AUSTUR-KONGÓ 2008 Brotið var blað í sögu UNIFEM á Íslandi árið 2008 með Fiðrildavikunni en á þessari einu viku söfnuðust 92 milljónir króna sem runnu til verkefna UNIFEM í Líberíu og Austur-Kongó í gegnum styrktarsjóð UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum. Verkefnin miða að því að upp- ræta refsileysi á sviði kynbundins ofbeldis með því að bæta löggjöf, auka aðstoð og stuðning við þol- endur ofbeldis og koma í veg fyrir ofbeldi með fræðslu. Átakið var kennt við fiðrildi og fiðrildaáhrif. Fiðrildið vísar í umbreytingu til hins betra, frelsi, von og styrkinn í mýktinni. Fiðrildaáhrifin vísa í það þegar fiðrildið blakar vængjum sínum í einum heimshluta og hefur með því gríðarleg áhrif á veðurfar hinum megin á hnettinum. Með sama hætti hefur framlag hvers og eins til styrktar starfi UNIFEM margfeldisáhrif á líf kvenna í þróunarlöndum og stríðshrjáðum svæðum. SYSTRALAG UNIFEM Systralaginu var ýtt úr vör í upphafi þessa árs. Markmið Systralagsins er að sameina íslenskar konur til þess að styrkja „systur“ sínar í þróunarlöngum og stríðshrjáðum svæðum í baráttu þeirra fyrir bættum lífskjörum og auknum réttindum. Stuðningur af hálfu Systralagsins rennur til ólíkra verkefna UNIFEM þar sem þörfin er mest hverju sinni. MARKMIÐ UNIFEM ■ Að efla efnahagslegt öryggi kvenna til að gera þeim kleift að tryggja sér og fjölskyldum sínum öruggt lífsviðurværi. ■ Að efla þátttöku kvenna í stjórnun, pólitískri stefnumótun og ákvarðana- töku. ■ Tryggja að konur komi að friðarumleitunum og uppbyggingu í kjölfar stríðsátaka. ■ Að stuðla að því að mannréttindi kvenna séu virt og að öll mismun- un gegn konum sé afnumin. Í því felst meðal annars að vinna gegn hverskyns ofbeldi gegn konum. ■ Að koma á auknu samstarfi milli kvennasamtaka, stjórnvalda, einka- geirans og SÞ á sviði jafnréttismála. ■ Í starfi UNIFEM er ávallt lögð áhersla á að konur séu virkir þátttakendur á öllum stigum stefnumótunar í þróunarsamvinnu. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM OFBELDI ■ Að minnsta kosti þriðjungur kvenna verður fyrir ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. ■ 800 þúsund manneskjur eru seldar mansali ár hvert, flestar til kynlífs- þrælkunar. 80 prósent þeirra eru stúlkur og konur og um helmingur undir lögaldri. ■ Áætlað er að kynfæri um 100 til 140 milljónir stúlkna og kvenna hafi verið limlest með umskurði og að þrjár milljónir stúlkna eiga það á hættu á hverju ári að kynfæri þeirra séu limlest. ■ Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría samanlagt. OG NOKKRAR STAÐREYNDIR UM KJÖR ■ Konur eiga 1 prósent eigna heimsins. ■ Rúmur milljarður manna lifir á 1 dollara á dag eða minna, 70 prósent þeirra eru konur. ■ Konur vinna 2/3 hluta allra vinnustunda í heiminum en fá aðeins 10 prósent teknanna í sinn hlut. AFMÆLISHÁTÍÐ UNIFEM Efnt verður til afmælisdagskrár næst- komandi miðvikudag, 25. nóvember, en sá dagur er árlega tileinkaður afnámi ofbeldis gegn konum og markar jafn- framt upphaf 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi. Fagnað verður 20 ára afmæli UNIFEM á Íslandi og einnig minnst þess að í ár eru liðin þrjátíu ár síðan samningurinn um afnám allrar mismununar gegn konum, eða Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna, var undirritaður. Afmælishátíðin verður haldin í Þjóðleikhúskjallaranum. Heiðursgestir afmælishátíðarinnar verða frumkvöðlarnir Sæunn Andrésdóttir og Kristjana Milla Thorsteinsson sem í systralagi stofnuðu landsnefnd UNIFEM á Íslandi fyrir 20 árum þegar lítil umræða var um þróunarmál í íslensku samfélagi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.