Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2009, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 21.11.2009, Qupperneq 80
52 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Hvort er þér hugleiknara, mynd- listin eða tónlistin? Ég er í sam- búð í músíkinni en er einhleypur í myndlistinni. Hvort tveggja hefur sína kosti og galla en ég geri þetta þó bæði með bros á vör. Hvenær varstu hamingjusam- astur? Þegar mamma kom og tók mig í fangið og huggaði mig eftir að ég hafði pissað á mig í strætó sjö ára gamall. Var einn, var svo mikið mál og vissi ekkert hvað ég átti að gera þannig að ég pissaði í buxurn- ar og á gömlu grænu leðursætin. Hef aldrei verið jafn lítill í mér á ævinni. Mamma gerði mig aftur að hamingjusömum litlum strák. Þú ert nýkominn frá Ítalíu og sýnir meðal annars notaða síg- arettupakka? Er einhver Ragnar Kjartansson í þessu hjá þér? Alls ekki. Ítalía og sígarettur hafa ekk- ert með Ragga að gera. Hvaðan sækir þú mestan inn- blástur og hvaðan kemur þín fagur- fræði? Stundum meðtekur maður eitthvað og vinnur úr því og stund- um meðtekur maður ekkert og þá kemur ekkert. Þannig að svarið er ekkert endilega rómantíkin sem er kannski falin í því að horfa á sólina setjast bakvið fjöllin á Suður-Ítalíu heldur alveg eins að japla á brauð- sneið með osti á morgnana. Þannig að innblásturinn kemur alls staðar frá, verð ég að segja. Fagurfræðin? Fagurfræðin kemur með tíð, tíma og manndómi. Viðfangsefni í verkum þínum eru frekar ögrandi. Endurspegla þau líf þitt að einhverju leyti? Já, ég myndi segja það að ein- hverju leyti og þá sérstaklega það sem ég hef verið að bralla í mynd- listinni undanfarin tvö ár. Þessi sýning sem ég er að fara að opna í Listasafni ASÍ á laugardag er eiginlega unnin alfarið út frá dag- bókarfærslum mínum þar sem kannski margt misjafnt er í poka- horninu. En þó að sýningin sé ein- læg og virkilega opin fyrir fólk til þess að líta inn í hausinn á mér, þá hef ég sem betur fer húmor fyrir sjálfum mér og vinn ákveðið með það dæmi. Þannig að það er ágæt- is „balance“ á sýningunni á milli hversdagsleikans og næturlífsins og svo sambandið og það sem ger- ist á milli þessara tveggja póla. En já, upphaflega vildi ég vinna með einhvern einn einstakling sem gæti verið Jón Jónsson niðri í bæ og gera heila sýningu um hann en ákvað svo bara að vinna með mig. Þannig að, já, þessi sýning fjallar um mig, þar sem ég ákvað að vinna með ein- hverjum gaur sem ég þekki rosa- lega vel og einnig einhverjum sem ég veit að ég get ekki losnað við eða hent í burtu svo auðveldlega. Hvaða íslensku listamenn hafa haft mest áhrif á þig? Það eru svo margir góðir hérna en svona algerir uppáhalds og þeir sem ég get allt- af huggað mig við að eru betri en flestir eru kannski Sigurður og Kristján Guðmundssynir. Hvað táknar nafnið á sýning- unni – saxófónn eða kontór? Saxó- fónn getur verið jafn leiðinlegur og sannleikurinn. Hvar myndir þú búa ef þú mættir alfarið ráða? Ég er nú bara frekar ánægður með að búa í Reykjavík þessa stundina en gæti alveg hugs- að mér að búa í Barcelona eða NY. Nú hefur þú spilað með Kimono og spilar núna með Seabear. Hvað er á döfinni í tónlistinni á næst- unni? Það er bara fullt að fara að gerast þar. Við í Seabear vorum að klára nýju plötuna okkar, We Built a Fire, sem kemur út í febrú- ar á næsta ári og við munum fylgja henni eftir út um allar trissur næstu mánuði, bæði í Bandaríkj- unum og Evrópu. Þannig að stuttu eftir áramót hefst hálfs árs flökku- líf með hljóðfærum og vinum. Og það verður enginn saxófónn með í þeirri för. Hann pípir í tollinum og svo er hann kominn á bannlista Evrópusambandsins. Og hver segir síðan að Evrópusambandið sé ekki að gera ágætis hluti? Nú hefur þinni kynslóð lista- manna verið lýst sem krútt. Blundar krútt í þér? Ég skil ekki alveg krútt-stimpilinn. Er það lið sem fær hugmyndir og býr síðan eitthvað til úr hugmyndum sínum? Ef það er svarið skal ég glaður falla inn í þann hóp. Hver er uppáhaldskvikmyndin þín og af hverju? Vá, man ekki. Var að horfa aftur á Apocalypse Now með vinum mínum eftir margra ára hlé og hún kemst alveg nálægt því. Af hverju? Af því að það eru allir svo töff og kreisí í henni. En uppáhaldsbókin? Flestar bæk- urnar með Sjón, Paul Auster og Murakami finnst mér rosa góðar. Svo get ég lesið bækurnar hans Halldórs Laxness, áður en hann varð gú-gú, aftur og aftur. Hvers konar tónlist hlustar þú mest á sjálfur og hverjar eru nýj- ustu uppgötvanir þínar? Ég hlusta á alls konar músík og ef mér finnst músíkin góð hlusta ég aftur á hana og þá skiptir litlu máli þótt lagið sé teknó eða psychobilly. En svona eitthvað sem er í miklu uppáhaldi akkúrat núna get ég nefnt Íslend- ingana í The Go-Go Darkness og The Third Sound og svo útlending- ana í The XX og The Middle East. Einnig var ég að grafa upp gamlan eitís-þrumara með hljómsveitinni Mr. Mister sem er æðisleg bomba sem mun taka þátt í opnuninni með mér í ASÍ. Hvaða íslenska örnefni finnst þér fallegast? Vestmannaeyjar. Yfir hverju hefurðu mestar áhyggjur í augnablikinu? Akkúr- at núna hef ég mestar áhyggjur af pabba gamla sem er smá veikur en hann kemst yfir það, jaxlinn. Hef enga trú á öðru. Hvaða frasa ofnotar þú? Hæ og kannski bæ. Frægasti ættinginn þinn? Sá í Tröllatungu-ættbókinni hennar mömmu fyrir nokkrum árum að Páll Óskar er frændi minn. Ég er mikið stoltur af því og enn fremur rosa stoltur af stóra frænda. Blómstrar listin í kreppunni? List blómstrar alltaf og þrífst bæði á góðum og vondum tímum. Saxófónn getur verið jafn leiðinlegur og sannleikurinn Halldór Ragnarsson myndlistarmaður opnar sína fyrstu sýningu í Listasafni ASÍ í dag en hann er einnig bassaleikari hljóm- sveitarinnar Seabear. Anna Margrét Björnsson tók hann í þriðju gráðu yfirheyrslu. FAGURFRÆÐIN KEMUR MEÐ TÍÐ, TÍMA OG MANNDÓMI Halldór Ragnarsson opnar í dag sýninguna Saxófónn eða kontór. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐ HÖFUM EKKERT AÐ SEGJA Eitt verka Halldórs á ASÍ. London ferðir 11.-13. desember 05.-07. febrúar 12.-14. mars Verð á mann í tvíbýli: 56.900 kr. Innifalið: flug með flugvallarsköttum og öðrum gjöldum ásamt gistingu með morgunverði. Expressferðir hafa kappkostað að gefa öllum sínum farþegum tækifæri á að heimsækja London á viðráðanlegu verði og gista á góðu 3* hóteli Royal National sem er vel staðsett í hjarta borgarinnar. Þetta er upplagt fyrir hópa og stofnanir, sem og einstaklinga, sem vilja fara í ódýra helgarferð. Hvort sem þú ætlar að versla, fara í leikhús, út að borða, hitta vini eða njóta lífsins þá er London rétti áfangastaðurinn. Heimsborgin kallar Nánari upplýsingar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Borgarferðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.