Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 84

Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 84
56 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Svölu Árnadóttur Ekrusmára 1, Kópavogi. Sérstakar þakkir til þeirra sem komu að umönnun og veittu aðstoð í veikindum hennar. Björn Pálsson Margrét Erla Björnsdóttir Sverrir Guðmundsson Björn Fannar Björnsson Sandra Dögg Björnsdóttir Hafþór Davíð Þórarinsson Bjarki Rúnar Sverrisson og Björn Þór Sverrisson. Bróðir okkar, séra Ásgeir Ingibergsson lést að morgni 18. nóvember á sjúkrahúsi í Edmonton, Kanada. Útförin hefur farið fram. Systkini hins látna. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, Hauks Jóhannssonar Sólheimum 1, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Víðihlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Jóhann Hauksson Sigríður Hermanns Friðrik Jóhannsson Eygló Björnsdóttir Sólveig Jóhannsdóttir Sushant Sinha Ásta Jóhannsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir Guðmundur Njálsson og systkinabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Sighvatsdóttir frá Ási, Vestmannaeyjum, Strikinu 10, Garðabæ, lést á Landspítalanum, sunnudaginn 15. nóvember. Jarðsungið verður frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 13.00. Þeim sem vija minnast hennar er bent á Hjartavernd. Friðrik E. Ólafsson Erna Friðriksdóttir Stefán Halldórsson Ólafur Friðriksson Þuríður Guðjónsdóttir Sighvatur Friðriksson Hjördís Hjálmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Herdís Steinsdóttir Akurgerði 44, Reykjavík, lést á öldrunardeild Landspítalans í Fossvogi föstudag- inn 13. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 23. nóvember kl. 13.00. Lóa Gerður Baldursdóttir Örn Ingólfsson Jón Birgir Baldursson Þórunn Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Kjartans I. Jónssonar Sóleyjarima 15. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Ámundadóttir Árni Hrafnsson Birna Guðjónsdóttir Jóhann Berg Kjartansson Lotte Munch Margrét Björk Kjartansdóttir Stefán H. Birkisson og afabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðleif Helgadóttir áður til heimilis að Byggðarholti 29, Mosfellsbæ, lést að Hrafnistu,Víðinesi hinn 18. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda: Hallgrímur Greipsson Eli Paulsen Kristján Greipsson Borghildur Ragnarsdóttir Guðbjörg Greipsdóttir Pálína Lórenz Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Sveinssonar Grjótaseli 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við þeim sem önnuðust hann í veikindum hans á Dagvist Vitatorgs og hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ, Vesturbæ. Þökkum alla þá hlýju og elsku sem hann naut hjá ykkur. Einnig kærar þakkir til félagsins Bergmáls sem bauð okkur til vikudvalar tvö sumur í röð að Sólheimum í Grímsnesi. Guð blessi ykkur öll. Anna Jóna Ingólfsdóttir Ingólfur Jónsson Ragna Halldórsdóttir Guðrún Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, Böðvar Jónsson, bóndi á Gautlöndum lést hinn 14. nóvember á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Útförin fer fram frá Skútustaðakirkju, Mývatnssveit sunnudaginn 22. nóvember kl. 14.00. Ásgeir, Jóhann, Jón Gauti, Sigurður Guðni og Björn. „Við getum lofað því að dagskráin verður fjölbreytt. Hefðbundin karla- kórslög, Jóns Múla syrpa, popp og svo eitthvað hátíðlegt í lokin,“ segir Hörður Jóhannesson, formaður Lögreglukórs Reykjavíkur, um tónleikana í Laugar- neskirkju í dag klukkan 16. Þar verð- ur þess minnst að sjötíu og fimm ár eru liðin frá stofnun kórsins. „Þetta er elsti félagsskapur lögreglunnar hér á landi, að því er við best vitum. Kórinn var stofnaður 1934 en stéttar- félag lögreglumanna ekki fyrr en ári síðar, segir Hörður. „Eftir því sem við komumst næst var einhver gamall að hætta í löggunni og félagar hans stóðu upp og tóku nokkur lög. Það lukkaðist svo vel að þeir ákváðu að halda áfram að syngja saman og upp úr því varð kórinn til.“ Hann segir kórinn hafa þróast og breyst með tímanum en þó konur hafi gert sig gildandi í löggæslunni hafi hann þó ekki breyst í blandaðan kór. „Hann hefur heldur ekki stækk- að þó fjölgað hafi verulega í röðum lögreglunnar. Það voru held ég 35 sem skrifuðu undir stofnfundargerð í upp- hafi og samt voru ekki nema milli 40 og 50 manns í lögreglunni. Enn eru bara um 30 manns í kórnum þó um 300 starf- andi lögreglumenn séu á höfuðborgar- svæðinu eftir sameiningu liðanna í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði 2007. En það er mikil aldursbreidd í okkar röðum. Þar eru ungir menn sem enn eru nemendur Lögregluskólans og sá elsti fór á eftirlaun fyrir nokkrum árum. Hinir eru þar á milli.“ Hörður segir Lögreglukórinn fjöl- hæfan og lýkur lofsorði á söngstjór- ann til tuttugu ára, Guðlaug Viktors- son. „Guðlaugur er mjög metnaðarfull- ur og drífandi. Ásamt karlakórslögum fáum við að spreyta okkur á dægurlög- um og popplögum í bland. Líka kirkju- legri tónlist, bæði íslenskri og erlendri, því auk þess að koma fram á tónleik- um, bæði einir og með öðrum, syngj- um við reglulega við jarðarfarir lög- reglumanna. Svo förum við á kóramót erlendis því við tökum þátt í samstarfi norrænna lögreglukóra sem hafa hald- ið mót á fjögurra ára fresti frá 1950,“ segir Hörður og minnist slíkra móta hér á landi 1966, 1988 og 2004. „Við vorum á móti á Álandseyjum 2008 sem Finn- ar héldu og næsta mót er í Danmörku 2013,“ segir hann. „Þá verður danski kórinn 100 ára svo eflaust verður mikið um dýrðir.“ Lögreglukórinn hefur gefið út tvo diska á einum áratug, 1999 og svo 2005 og þó sá síðari hafi verið gefinn út í 5000 eintökum er hann ófáanlegur í dag en Hörður upplýsir að verið sé að leggja drög að nýjum diski á næsta ári. Kór- inn söng í upphafsatriði Mýrarinnar og jók þar með enn hróður sinn því myndin hefur verið sýnd um víða veröld. Hljóðfæraleikarar á tónleikunum í Laugarneskirkju í dag eru Gunnar Gunnarsson á píanó, Tómas R. Einars- son á bassa, Ómar Guðjónsson á gítar og Scott McLemore á slagverk. „Þetta er einvalalið og efnisskráin er fjöl- breytt,“ segir Hörður sannfærandi og tekur fram að tónleikarnir séu opnir öllum meðan húsrúm leyfi en aðgangs- eyrir sé fimmtán hundruð krónur. gun@frettabladid.is LÖGREGLUKÓR REYKJAVÍKUR: HELDUR TÓNLEIKA Í TILEFNI 75 ÁRA AFMÆLIS Elsti félagsskapur lögreglunnar LÖGREGLUKÓRINN Efnisskráin á tónleikunum í dag verður fjölbreytt, hefðbundin karlakórslög í bland við létta tónlist við undirleik færustu hljóð- færaleikara. MYND/ÚR EINKASAFNI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.