Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 88

Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 88
60 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is ath kl. 17. Í dag verða tónleikar þar sem flutt verður tónlist eftir Fr. Conti, J. J. Fux og A. Caldara, en þeir voru allir hirðtónskáld hjá Karli VI sem var uppi 1685-1740. Fram koma söngvar- arnir Bergþór Pálsson, Hlín Péturs- dóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Þór- unn Guðmundsdóttir og 11 manna kammersveit. Umsjón með tónleik- um hefur Kjartan Óskarsson og er aðgangur ókeypis. Nýtt verk eftir Þóru Marteins- dóttur verður flutt á tónleikum Kórs Langholtskirkju á morgun kl. 17. Á morgun er dagur heilagrar Sesselíu, verndara tónlistarinnar í kaþólskum sið. Verk Þóru sem frumflutt verður samdi hún fyrir kórinn nú í haust með styrk frá Musica Nova. Verkið heitir „Ave maris stella“ eða á íslensku „Heill þér hafsins stjarna.“ Kór Langholtskirkju, Tritonus kór- inn í Danmörku og kammerkórinn Skýrák frá Færeyjum voru í þriggja ára samstarfi frá árinu 2002-2004. Kórarnir hittust árlega, fyrst hér á Íslandi árið 2002, í Danmörku 2003 og Færeyjum 2004. Ný verk voru samin fyrir kórana á hverju ári og síðasta árið voru svo öll verkin flutt í Færeyjum. Á tónleikunum munu flest þessara verka hljóma. Þau eru eftir John Høybye, stjórnanda Tritonus; „Magnificat,“ „Nunc dimittis“ og „Lift up your Heads,“ Kára Bæk stjórnanda Skýrák; „Elisabeth song“ og íslensku tónskáldin Báru Grímsdóttur; „Psalmus 47“ og Hildigunni Rúnarsdóttur; „Psalmus 150.“ Auk þessara verka flytur kór- inn „Ég vil vegsama Drottin“ sem Árni Harðarson samdi fyrir Kór og Graduale-kór Langholtskirkju árið 1997, „Ég byrja reisu mín“ í útsetn- ingu Smára Ólasonar, Kvöldvers eftir Tryggva M. Baldvinsson og „Hver sem að reisir hæga byggð“ eftir Báru Grímsdóttur. Tónleikarnir hefjast sem fyrr sagði á morgun kl. 17. Heill þér hafsins stjarna Leiklist ★★★ Rautt brennur fyrir eftir Heiðar Sumarliðason Leikstjóri: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Tónlist: Frank Hall og Magnús Helgi Kristjánsson. Lýsing: Björn Bergsteinn Það er margt vel gert í verki Heið- ars Sumarliðasonar sem frum- flutt var á fimmtudag á Nýja sviði Borgarleikhússins. Jafnvel þótt persónurnar renni eftir einum teini í verkinu og líti ekki mikið til hliðanna: tveir karlmenn, tvær konur, tvö hjónabönd sem bæði eru feig. Ljósmóðir sem stundað hefur marglæti, eins og það var kallað til forna, með aðstoð Netsins, býr með heldur komplexeruðum strák. Hún stýrir, hann er lítilþægur en undir blundar ofsakennt kvenhat- ur. Hinum megin er lítilsigld sál, stúlka sem þráir öryggi umfram annað, hún er barnshafandi með karlmanni sem gengur upp í frumstæðri dýrkun karlmennsku í sinni öfgakenndustu mynd en sá er frá hendi skapara síns með latt sæði, nánast ófrjór, sem leiðir hann líka í ofbeldisfulla kynlífs- leiki - utan heimilis. Brautirnar eru dæmdar til að skerast. Í nánast tómu sviðsrými eru borð og tveir stólar og sófi en í baksýn eru útlínur af herbergja- skipan sem bakveggur. Fjórir míkrafónar koma við sögu og sam- skipti á Netinu rakin á bakveggn- um. Þetta er snoturlega sviðsett verk, fallegt í einfaldleika sínum, trixið með útlínur dregnar þráð- um á bakvegginn er sniðugt. En allir hafa sinn djöful að draga: Raddgæði Dóru Jóhanns- dóttur verða henni til trafala á ferlinum en hún hefur persónuleg- an þokka sem naut sín vel í laus- lætissögum Benidorm. Jörundur verður nokkra hríð að losna úr sjónvarpshlutverki sínu og ætti leikhússtjórinn að setja hann alfarið hlutverk næstu misseri sem eru alls ólík því. Sveinn Ólafsson er sannfærandi í sinni takmörkuðu rullu, raun- ar reyndist Þorbjörg Helga Þor- gilsdóttir gera mest úr sínu litla efni. Sagan er sem sagt svolítið rýr og yfirlýsingar höfundar í leik- skrá um góða ætlan og áhuga standa ekki undir því sem á svið- inu sést. Það er í samtíma okkar rík þörf fyrir speglun okkar tíma . Einkenni á mörgum verkum yngri höfunda að þráður í persónusköp- un er rýr og átökin þröng: stjórn- semi á kynlífi, ofbeldisfullt kynlíf með ókunnugum, barinn karlmað- ur og hrædd kvensál eru hér í boði. Er einhver áhugi á víðu sam- félagslegu samhengi? Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Einfalt byrjandaverk í snoturri sviðsetningu Einföld uppskrift í boði > Ekki missa af Cecilíu-óratoríu Áskels Mássonar við texta Thors Vilhjálmssonar sem verða í Hallgrímskirkju í dag kl. 16. Mótettukór Hallgrímskirkju flytur ásamt fjölda hljóðfæra- leikara. Einstakur viðburður. Þeir sem ekki eiga heiman- gengt geta heyrt beina útsend- ingu frá tónleikunum á rás 1 Ríkisútvarpsins. TÓNLIST Þóra Marteinsdóttir tónskáld Sigurjón Jóhannsson, leikmynda- teiknari og myndlistarmaður, opnar í dag sýningu á nýjum klippimyndum og vatnslitamynd- um í sýningarsal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg. Sigurjón bland- ar þar saman fornum minnum frá upphafsárum sínum á Siglufirði síldaráranna og fyrstu skrefa sinna í poplistinni sem hann tók upp eftir örlagaríka heimsókn þeirra Hreins Friðfinnssonar til London þar sem þeir kynntust ármönnum breska poppsins. Nú rekast samtímaleg minni úr aug- lýsingamyndum okkar daga á við eftirsjá í mildum vatnslitaminn- um frá síldarárunum í þorpinu. Sigurjón á að baki fjölbreyttan feril sem myndlistarmaður ögr- andi í tökum og efnum í fyrstu áður en hann tók til starfa í leik- húsinu þar sem hann átti sér langan starfsferil með viðkomu í kvikmyndum. Hann er enn að en hefur einkum einbeitt sér að fígúratífum minnum. Hann var einn af fjórum stofn- endum SÚM-hópsins 1965 og sýndi með honum fram til 1971 og aftur á Kjarvalsstöðum 1989. Verk hans eru í eigu fjölmargra fyrirtækja og stofnana, auk safna. Sýningin er opin til 6. desem- ber. Aftur í klippimyndir MYNDLIST Eitt verka Sigurjóns á sýning- unni í Fold. Á morgun verður viðamikil kynningardagskrá í Gerðu- bergi á verkum kvenna og hafa þær valið sér gamal- kunnugt og umdeilt heiti á skáldskap og fordóma sem yfirskrift: Kellíngabækur. Á dagskránni er upplestur úr verk- um eftir konur af ýmsum toga, skáldsögum, ljóðabókum, ævisög- um, barnabókum og fræðiritum. Dagskráin fer fram í Gerðubergi frá kl. 13-17. Háskólanemar hafa umsjón með „Kellíngunni á kassan- um“ þar sem höfundar stíga á stokk og lesa upp úr glænýjum bókum. Barnabókahöfundar lesa upp úr verkum sínum á bókasafninu og þar er jafnframt sýning á bókum þeirra kvenna sem hlotið hafa Fjöruverð- launin, bókmenntaverðlaun kvenna, síðustu árin. Höfundar og forleggj- arar kynna og selja bækur sínar á sérstöku tilboðsverði í anddyri hússins. Í G-sal á neðri hæð verður útvarp- að beint leikriti Jónínu Leósdóttur, Faraldri, og hefst það kl. 14. Klukk- an 14.30 leiðir Þórunn Elísabet Sveinsdóttir gesti um sýninguna Óreiðu, sem sett var upp í tilefni af Ritþingi Kristínar Marju Baldurs- dóttur hinn 31. okt síðastliðinn. Það er Góugleði- og Fjöruverðlaunahóp- urinn sem stendur að þessari kven- legu bókakynningu í samstarfi við Gerðuberg. Og nærri eru ekki bara ávextir kvenna heldur líka verkfæri sem þeim eru oft tæk. Í Gerðubergi verður opnuð sýning á morgun er líður á daginn: kl. 17 verður opnuð sýning Sigurðar Árna- sonar og Þórarins Eldjárns á eldhús- áhöldum í Safnarahorni Gerðubergs. Á opnuninni flytur Valgeir Guðjóns- son eigin lög við ljóð Þórarins. Þeir Sigurður og Þórarinn hafa frá bernsku verið félagar eftir að hafa alist upp á háskólalóðinni. Fáum er aftur á móti kunnugt um keppni þeirra í söfnun á eldhús- áhöldum. Þeir hafa nú sameinað krafta sína og sýna áhöldin undir yfirskriftinni Um eldhúsáhöld eru áhöld. Sum áhöldin á sýningunni eru kunnugleg og til á flestum heimilum en önnur eru framandi og erfitt að ímynda sér notagildi þeirra. Skanka- skaft, eggjaklippur, maíshefill og bananahylki eru meðal þess sem fyrir augu ber. Áhöldin eru annars vegar sýnd í lokuðum sýningarskáp- um og hins vegar hangandi í óróa yfir eldhúsborði sem prýðir sýning- una. Eldhúsáhöldum eru einnig gerð skil í texta á vegg. Dæmi um heiti sem þar koma fram eru; afskeri, alskeri, aðskeri, úrskeri, ískeri, fráskeri, viðskeri, hjáskeri og flag- ari, merjari, berjari, slítari, tætari, þeytari. Í bókinni Eins og vax eftir Þór- arin Eldjárn frá árinu 2002 er smá- sagan Ómerkingurinn. Sagan fjallar um safnara sem safnar eldhúsáhöld- um. Söguna samdi Þórarinn og færði vini sínum Sigurði að gjöf í tilefni stórafmælis. Í sögunni segir frá áráttu safnarans og sérstöku áhaldi sem nefnt er ómerkingurinn sem reynist þegar til kemur vera stórmerk brauðmylsnuskafa. Mylsn- usköfuna er að finna á sýningunni enda er hún merkilegt áhald á veit- ingastöðum í Evrópu. Yfirbragð sýn- ingarinnar er fágað og svolítið fynd- ið, enda húmorinn ekki langt undan þegar ónytsamleg eldhúsáhöld eru annars vegar. Sýningarstjóri er Þór- unn Elísabet Sveinsdóttir, myndlist- armaður og búningahönnuður. pbb@frettablaðið.is Bækur og tæki kvenna BÓKMENNTIRSteinunn Sigurðardóttir skáldkona er ein þeirra sem troða upp á dag- skránni Kellíngabækur í gerðubergi á morgun. FRETTABLAÐIÐ/HARIÁrsfundur 2009 Stjórn Listaháskóla Íslands Listaháskólans Listaháskóli Íslands boðar til ársfundar miðvikudaginn 25. nóvember kl.16:30. Fundurinn verður haldinn í tónlistarsal skólans við Sölvhólsgötu, gengið inn frá horni Skúlagötu og Klapparstígs. Á fundinum kynna stjórnendur skólans starfsemi hans og rekstur. Fyrirspurnir og umræður. Fundurinn er öllum opinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.