Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 98

Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 98
70 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR Tónlist ★★★ Tíu fingur og tær Ívar Bjarklind Lágstemmdur ástaróður Tíu fingur og tær er önnur sólóplata Ívars Bjarklind, sem hér á árum áður gat sér gott orð sem knattspyrnumaður. Hann fékk til liðs við sig atvinnumenn úr fótbolta og handbolta til að aðstoða sig við fjármögnunina, enda er hálfgerður atvinnumannabragur á útkom- unni. Hljóðfæraleikurinn er vandaður og Ívar leggur sál sína á borðið í textunum þar sem ástin og vandamálin sem henni geta tengst er umfjöllunarefnið. Platan er lágstemmd og á hugljúfu nótunum rétt eins og sú fyrri. Hún er tilvalin til að skella á fóninn þegar maður á stund á milli stríða í amstri dagsins og vill slaka á yfir þægilegu poppi. Stundum er útkoman einum of áreynslulaus og dauf en yfirhöfuð gengur platan vel upp og er góð til síns brúks. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Hugljúf plata með þægilegu poppi sem er góð til síns brúks. Katie Holmes og Tom Cruise fögnuðu þriggja ára brúðkaupsafmæli sínu á miðvikudaginn og í tilefni dagsins voru forsíður slúðurblaðanna undir- lagðar sögusögnum um hversu óham- ingjusöm Holmes er. Gamla sagan um að Holmes hafi skrifað undir einhvers konar samning sem renni út von bráð- ar fékk byr undir báða vængi auk þess sem hún er sögð einmana og sorg- mædd. Eitt tímaritið segir frá útlitsdýrk- un Cruise sem eyðir víst miklum tíma fyrir framan spegilinn auk þess sem Suri litla fær víst að haga sér eins og sér sýnist. „Tom leyfir Suri að gera hvað sem er, þau hafa þurft að skipta um panel á veggjunum þrisvar því hún teiknar á veggina,“ segir í tímaritsgreininni. Einmana Katie ÓHAMINGJUSÖM Katie Holmes er sögð vera agalega óhamingjusöm og einmana. „Ég á afskaplega tryggan og góðan lesendahóp,“ segir Óttar Sveins- son sem hefur gefið út sína sextándu Útkalls-bók. Bækurnar hafa selst í rúmlega 120 þúsund eintökum, enda hafa þær allar komist á metsölulista. „Það eru margir sem hafa spjallað við mig sem segja að þeir lesi kannski ekki mikið en þeir lesi þetta. Það er kannski með okkur Íslendinga að við viljum lesa um reynslu og tilfinningar okkar sjálfra því við þekkjum alltaf einhvern í bók- unum,“ segir Óttar. „Yfirleitt eru það konurnar sem kaupa þetta fyrir mennina en þær lesa þetta ekki síður margar hverjar. Ég fæ jafnvel sterkustu viðbrögðin frá konunum.“ Nýja bókin heitir Útkall við Látrabjarg og fjallar um fimmtán Breta sem strönduðu við Látrabjarg árið 1947 á tog- aranum Dhoon. Íslenskir bændur tóku þá til sinna ráða og komu þeim til bjargar þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. „Þarna eru menn að berjast upp á líf og dauða í þrjá sólarhringa. Þessi björg- un er með algjörum eindæmum og nútímamenn myndu segja að þessir fátæku bændur séu ofur- hugar,“ segir Óttar. „Þetta gerðist tveimur vikum fyrir jól í mesta skammdegismyrkrinu og það sem gerir þessa björgun erfiða er að strandstaðurinn er á stað þar sem var ekki hægt að bjarga mönnunum nema á háfjöru. Þeir höfðu bara nokkra klukkutíma til að forða mönnunum upp á bjarg,“ segir hann. - fb Útkall við Látrabjarg ÓTTAR SVEINSSON Óttar Sveinsson hefur gefið út sína sextándu Útkalls-bók sem heitir Útkall við Látrabjarg. Það var margt um manninn á opnun nýrrar Gallerí Sautján verslunar í Smáralind á fimmtudag. Gestir og gangandi virt- ust kunna vel að meta þessa viðbót við NTC keðjuna, en í versluninni fæst bæði fatnaður fyrir dömur og herra. - ag Opnunarteiti í Sautján Það ríkti keppnisandi á Íslenska barnum á fimmtudagskvöldið þar sem Íslandsmeistaramót í sviðakjammaáti fór fram. Hreiðar Jósteinsson bar sigur úr býtum og borðaði rúmlega sex sviðakjamma. „Eyþór Mar Halldórsson yfirkokk- ur kom með þessa hugmynd þegar við vorum að reyna að finna eitt- hvað þjóðlegt til að halda á fimmtu- dögum,“ segir Gísli Valur Waage, rekstrarstjóri á Íslenska barnum, um fyrsta Íslandsmeistaramótið í sviðakjammaáti sem fór þar fram á fimmtudagskvöld. „Það voru fjögur forkeppnikvöld og sigurvegararnir kepptu á úrslitakvöldinu. Í þremur keppnum voru eingöngu strákar og svo var ein stelpukeppni, en sú sem sigraði í henni þorði ekki í strákana í úrslitunum,“ útskýrir Gísli. Hreiðar Jósteinsson fór með sigur af hólmi í keppninni í gær. „Hreiðar borðaði líka mest í forkeppninni, en þá slátraði hann sex hausum. Í gær borðaði hann sex og var hann kom- inn á sjöunda kjammann á meðan sumir voru enn þá á fyrsta,“ segir Gísli. „Að launum fékk hann hótel- gistingu og þriggja rétta máltíð á Silfri, en sigurvegarar í forkeppnum fengu tíu bjóra bjórkort frá okkur og óvissuferð á Íslenska barinn, svona villibráðarveislu,“ bætir hann við. - ag ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í SVIÐAKJAMMAÁTI Svava Johansen, framkvæmdastjóri NTC, og Björn Sveinbjörns- son voru ánægð á opnuninni í Smáralind. Ásgerður Sigurvinsdóttir og Björn Leifsson, eigandi World Class, voru meðal gesta í nýrri verslun Sautján. Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja verslun Sautján í Smáralind á fimmtudaginn og nýtti sér sérstakan opnunarafslátt. Ágústa Valsdóttir, Gulli Helga útvarpsmaður, Áslaug Einarsdótt- ir og Einar Bárðarson, umboðsmaður og framkvæmdastjóri Kanans FM 91.9, létu sig ekki vanta á opnun Sautján. Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður mætti ásamt dóttur sinni Jarúnu Júlíu. ÞJÓÐLEG KEPPNI Keppendur lögðu sig alla fram við að hesthúsa sem flesta sviðakjamma. SVIÐAKJAMMAR Hreiðar Jósteinsson, Hafsteinn Elvar Hafsteinsson, Guðmundur Björnsson og Bæring Jón Guðmundsson kepptu til sigurs á fimmtudagskvöld. SIGURSÆLL Hreiðar Jósteinsson sigraði í sviðakjamma- átkeppninni á Íslenska barnum og borðaði rúmlega sex sviðakjamma.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.