Fréttablaðið - 21.11.2009, Síða 108
21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR80
LAUGARDAGUR
▼
▼
▼
▼
SJÓNVARPIÐ SKJÁREINN
OMEGA
Dagskrá allan sólarhringinn.
STÖÐ 2
Ríkisútvarpið flutti á mánudagskvöld hina fullkomnu frétt. Þar tók
skemmtilegasti fréttamaður landsins, Sunnlendingurinn Magnús
Hlynur Hreiðarsson, viðtal við besta og skemmtilegasta íþróttalýs-
anda Íslands, hlaupakónginn Sigurbjörn Árna Arngrímsson. Þetta
hefði í raun verið feikinóg til að gleðja flestar sálir, óháð inntak-
inu. En þegar efnið reyndist í þokkabót vera óvænt barnsfæðing
á baðherbergisgólfi og Sigurbjörn tók áskorun Magnúsar Hlyns
um að garga í myndavélina lýsingu á fæðingunni á sinn óborg-
anlega hátt varð mér fljótt ljóst að fréttin væri söguleg. Svona
nokkuð yrði aldrei leikið eftir. Við hin gætum hætt að reyna.
Sigurbjörn Árni er merkilegur maður. Fyrir það fyrsta er
hann með doktorsgráðu í íþróttafræðum og sérhæfð-
ur í þjálfunarlífeðlisfræði. Já, lesið þetta hægt ef með
þarf: Þjálfunar-líf-eðlis-fræði. Toppið það. Í öðru lagi
er hann sjöfaldur Íslandsmeistari í 800 og 1500
metra hlaupi utanhúss. Flestum þætti harla gott að
vera einfaldur Íslandsmeistari. En það dugar ekki
Sigurbirni Árna.
Ofan á alla þessa mannkosti er hann svo langbesti íþróttalýs-
andi á Íslandi. Þar hefur hann svipað forskot á kollega sína og
hann hafði jafnan þegar hann kom í mark á gullaldarárunum á
hlaupabrautinni. Það er einna helst Svali Björgvinsson sem nartar
í hælana á honum. Best væri ef þeir væru fengnir til að lýsa
öllum íþróttaviðburðum. Saman.
Æðibunan og móðursýkisleg spennuveinin úr vélbyssu-
kjafti Sigurbjörns, sem brjótast jafnvel út strax í upphafi
greina á borð við þriggja kílómetra hindrunarhlaup, er unun
á að hlýða og gefa frjálsum íþróttum megnið af sínu gildi.
Sigurbjörn er til dæmis líkast til eini maðurinn í heiminum
sem getur gert íþróttagreinina göngu spennandi. Ótrú-
lega yfirgripsmikil þekking hans á öllu sem við kemur
frjálsum íþróttum er síðan sérkapítuli og rannsóknar-
efni fyrir kollega hans í fræðimannastétt.
Og eftir að hafa heyrt lýsingu hans á fæðingu
eigin sonar trúi ég að Sigurbjörn geti lýst öllu. Nema
kannski eigin lýsingum. Þær eru ólýsanlegar.
VIÐ TÆKIÐ STÍGUR HELGASON TEKUR OFAN FYRIR ÞJÁLFUNARLÍFEÐLISFRÆÐINGI
Fullkomnun náð í tíufréttum sjónvarps
> Drew Barrymore
„Vissulega er gaman að horfa á fallegt
fólk en það er enn þá skemmtilegra
að horfa á hamingjusamt fólk
því það gefur frá sér fegurð sem
smitast út í umhverfið.“
Barrymore leikur í kvikmyndinni
Duplex sem sýnd er á SkjárEin-
um kl. 21.40
08.00 Morgunstundin okkar Pálína,
Skellibær, Sögustund með Mömmu
Marsibil, Tóta trúður, Paddi og Steinn, Tóti
og Patti, Ólivía, Tsitsi, Elías Knár, Paddi og
Steinn, Kobbi gegn Kisa, Skúli skelfir, Landið
mitt og Paddi og Steinn.
10.25 Nýsköpun - Íslensk vísindi (e)
10.55 Leiðarljós (e)
11.35 Leiðarljós (e)
12.15 Kastljós (e)
12.50 Kiljan (e)
13.40 Franska rívíeran (e)
14.20 Fégræðgi (3:3) (e)
15.15 Neyslubörn (e)
16.10 Íslandsmótið í hreysti
17.00 Lincolnshæðir
17.45 Táknmálsfréttir
17.55 Eldað með Jóhönnu Vigdísi (e)
18.25 Marteinn (3:8) (e)
18.54 Lottó
19.00 Fréttir
19.30 Veðurfréttir
19.40 Spaugstofan
20.10 Útsvar (Akranes - Fjallabyggð)
21.20 Himnasæla (Just Like Heaven)
Bandarísk bíómynd frá 2005. Aðalhlutverk:
Reese Witherspoon og Mark Ruffalo.
22.55 Síðasti böðullinn (The Last
Hangman) Bresk bíómynd frá 2005. Aðal-
hlutverk: Timothy Spall og Juliet Stevenson.
00.30 Landamærin (An die Grenze)
Þýsk mynd frá 2007. (e)
02.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
08.10 27 Dresses
10.00 Lucky You
12.00 Flushed Away
14.00 27 Dresses
16.00 Lucky You
18.00 Flushed Away
20.00 Dreamgirls Verðlaunamynd laus-
lega byggð á ferli The Supremes. Aðalhlut-
verk: Beyoncé Knowles, Jamie Foxx, Eddie
Murphy og Jennifer Hudson.
22.10 Notes of a Scandal
00.00 Out of Sight
02.00 The Invasion
04.00 Notes of a Scandal
06.00 Pepsi MAX tónlist
11.40 Dynasty (7:29) (e)
12.30 Dynasty (8:29) (e)
13.20 Skrekkur 2009 (e)
15.10 America’s Next Top Model (e)
16.00 90210 (7:22) (e)
16.50 Melrose Place (7:18) (e)
17.40 Lipstick Jungle (5:13) (e)
18.30 Yes Dear (11:15) Bandarísk gam-
ansería um grallaraspóana Greg og Jimmy
sem eru giftir systrunum Kim og Christine.
19.00 Game Tíví (10:14) Sverrir Berg-
mann og Ólafur Þór Jóelsson fjalla um allt
það nýjasta í tækni, tölvum og tölvuleikj-
um. (e)
19.30 Keeping The Faith Rómantísk
gamanmynd. Jake og Brian hafa verið vinir
frá blautu barnsbeini og þegar þeir voru litl-
ir var Anna besta vinkona þeirra. Nú er hún
komin aftur inn í líf þeirra og er orðin að
glæsilegri konu sem flækir málin til muna.
Aðalhlutverk: Ben Stiller, Edward Norton og
Jenna Elfman. (e)
21.40 Duplex Gamanmynd um ungt par
sem flytur í draumahúsið en í því býr einnig
gömul kona sem gerir þeim svo lífið leitt að
þau grípa til örþrifaráða. Aðalhlutverk: Ben
Stiller og Drew Barrymore
23.10 Nýtt útlit (7:10) (e)
00.00 Spjallið með Sölva (9:13) (e)
00.50 The Contender Muay Thai (e)
01.40 World Cup of Pool 2008 (e)
02.30 The Jay Leno Show (e)
03.20 The Jay Leno Show (e)
04.10 Pepsi MAX tónlist
07.00 Barnatími Stöðvar 2
08.00 Algjör Sveppi
09.55 Barnatími Stöðvar 2
11.15 Glee (3:22)
12.00 Bold and the Beautiful
12.20 Bold and the Beautiful
12.40 Bold and the Beautiful
13.00 Bold and the Beautiful
13.25 Bold and the Beautiful
13.50 Sjálfstætt fólk Jón Ársæll tekur
hús á áhugaverðu fólki.
14.30 Eldsnöggt með Jóa Fel (8:12)
Tíunda þáttaröðin með sjónvarpskokknum og
bakarameistaranum Jóa Fel.
15.05 Logi í beinni Skemmtiþáttur í um-
sjón Loga Bergmann.
16.05 ET Weekend Allt það helsta sem
gerðist í vikunni í heimi fína og fræga fólks-
ins er tíundað á hressilegan hátt.
16.55 Fangavaktin: Þetta eru engin
geimvísindi Ómissandi heimildar- og
skemmtiþáttur um tilurð Næturvaktar, Dag-
vaktar og Fangavaktar.
18.00 Sjáðu Ásgeir Kolbeins kynnir allt
það heitasta í bíóheiminum hvaða mynd-
ir eru að koma út og hverjar aðalstjörnurnar
eru.
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.49 Íþróttir
18.56 Lottó
19.04 Veður
19.10 Ísland í dag - helgarúrval
19.35 Grettir: bíómyndin Grettir hinn
appelsínuguli hefur glatt hjörtu ungra sem
aldinna í gegnum tíðina. Í þessari fjörmiklu
bíómynd sem sýnd var við miklar vinsældir
í bíóhúsum hér á landi árið 2004 er hann
samur við sig og ennþá latasti köttur í heimi.
Bill Murray talar fyrir Gretti.
20.55 The Seeker: The Dark is Rising
Spennandi ævintýramynd sem byggir á sam-
nefndri metsölubók.
22.35 Touch of Frost - Endangered
Species Lögregluforinginn Jack Frost er kall-
aður til rannsóknar á tveimur afar ólíkum
sakamálum. Annars vegar er um að ræða
yfirgripsmikið smyglmál og hins vegar morð
á listakennara.
00.15 When Will I Be Loved
01.35 National Treasure: Book of
Secrets
03.40 The Man
05.00 ET Weekend
05.45 Fréttir
17.00 Segðu mér frá bókinni
17.30 Græðlingur
18.00 Hrafnaþing
19.00 Segðu mér frá bókinni
20.00 Hrafnaþing
21.00 Græðlingur
21.30 Mannamál
22.00 Maturinn og lífið
22.30 Neytendavaktin
23.00 60 plús
23.30 Óli á Hrauni
08.35 Inside the PGA Tour 2009
Skyggnst á bak við tjöldin í PGA mótaröðinni.
09.00 Evrópumótaröðin Bein útsending
frá Dubai World Championship mótinu í
golfi.
13.00 Orlando - Boston Útsending frá
leik í NBA körfuboltanum.
14.50 Frakkland - Írland Útsending frá
leik í umspili fyrir HM 2010.
17.15 Bosnía - Portúgal Útsending frá
leik í umspili fyrir HM 2010. Fyrri leikur lið-
anna fór 1-0 fyrir Portúgal.
19.00 Real Madrid - Racing Bein út-
sending frá leik í spænska boltanum.
21.00 Atl. Bilbao - Barcelona Bein út-
sending frá leik í spænska boltanum. Leikur
Auxerre og Mónakó í franska boltanum hefst
19.55 á Sport 3.
23.00 Ultimate Fighter - Season 1
23.45 UFC 105
00.15 UFC 106 Countdown
00.45 Super Six - All Access
01.10 Andre Ward - Mikkel Kessler
Bein útsending frá bardaga.
04.10 UFC 106 Bein útsending frá UFC
106.
08.55 Chelsea - Man. Utd. Útsending
frá leik í ensku úrvalsdeildinni.
10.35 PL Classic Matches Everton -
Manchester United, 1995.
11.05 PL Classic Matches Everton - Man
United, 2003.
11.35 Premier League World
12.05 Premier League Preview
12.35 Liverpool - Man. City Bein út-
sending frá leik í ensku úrvalsdeildinni
14.50 Sunderland - Arsenal Bein út-
sending frá leik í ensku úrvalsdeildinni. Sport
3. Chelsea - Wolves Sport 4. Hull - West
Ham Sport 5. Burnley - Aston Villa Sport 6.
Birmingham - Fulham
17.15 Man. Utd. - Everton Bein útsend-
ing frá leik í ensku úrvalsdeildinni.
19.30 Mörk dagsins
20.10 Leikur dagsins
21.50 Mörk dagsins
22.30 Mörk dagsins
23.10 Mörk dagsins
23.50 Mörk dagsins
00.30 Mörk dagsins
12.35 Liverpool - Man. City,
beint STÖÐ 2 SPORT 2
18.30 Yes Dear SKJÁREINN
19.35 Grettir: bíómyndin
STÖÐ 2
21.20 Himnasæla SJÓNVARPIÐ
22.30 Identity STÖÐ 2 EXTRA
Akralind 9
201 Kópavogur
Sími 553 7100
www.linan.is
LAGERSALA Seljum eingöngu beint af lager okkar sem er aðeins opinn um helgar. Lítil yfirbygging = betra verð
Skoðið úrvalið á
heimasíðu okkar
www.linan.is
OPIÐ UM HELGINA
Laugardag 12 - 16
Sunnudag 13 - 16
Lagersöluverð
kr. 318.000
3ja + 2ja
sæta sófasett
kr. 532.500
Lagersöluverð
kr. 169.000
Stakur
3ja sæta
kr. 284.000
Lagersöluverð
kr. 194.880
3ja sæta
kr. 324.800
Lagersöluverð
kr. 135.840
3ja sæta
kr. 169.800
Lagersöluverð
kr. 106.000
2ja sæta
kr. 132.600
Lagersöluverð
kr. 499.900
3+1+1
sófasett
kr. 836.400
Lagersöluverð
kr. 149.000
Stakur
2ja sæta
kr. 248.500
Litur: Súkkulaðibrúnt